Erlent

Kúbverjar mega dvelja á ferðamannahótelum á Kúbu

Raul Castro hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við af bróður sínum Fidel í lok síðasta mánaðar.
Raul Castro hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við af bróður sínum Fidel í lok síðasta mánaðar.

Stjórnvöld á Kúbu hafa ákveðið að heimila Kúbverjum að dvelja á hótelum á eyjunni sem ferðamenn hafa eingöngu fengið að dvelja á hingað til.

Er þetta sagt enn eitt skrefið í frjálsræðisátt hjá stjórnvöldum þar í landi eftir að Raul Castro tók við af bróður sínum Fidel sem forseti landsins. Þá munu Kúbverjar einnig geta leigt bíla og nýtt ýmsa aðra aðstöðu sem eingöngu ferðamenn á Kúbu höfðu haft aðgang að.

Svo virðist sem höftunum í kommúnistaríkinu sé smám saman að fækka því fyrir helgi heimiluðu stjórnvöld landsmönnum að kaupa og nota farsíma í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×