Erlent

Safna fé fyrir sorgmædda móður

Danskir peningar.
Danskir peningar.

Meira en 1000 manns hafa gefið fé í söfnun handa móður sem missti son sinn á Amager í dympilvikunni.

Sonur hennar, hinn 16 ára gamli Deniz Uzun, var að bera út blöð þegar ráðist var á hann á hrottalegan hátt. Hann lést síðar af sárum sínum. Það eru þrír bræður sem standa að söfnuninni. Í dag var upphæðin komin í hátt í eina milljón króna, eftir því sem Kashif Ahmad, einn bræðranna þriggja sagði í samtali við Extra Bladet.

Hann segir að hugsunin að baki söfnuninni sé sú að vekja samhug með móðurinni sem missti einkason sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×