Erlent

Pelosi vill fá niðurstöðu í baráttu Demókrata strax

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti Demókrati landsins hvetur forsetabrambjóðenudrna Obama og Clinton til þess að binda enda á baráttuna sem allra fyrst.

Hún sagði í viðtali í gær að mikilvægt væri fyrir flokkinn að skipa sér á bakvið einn frambjóðanda í stað þess að þau Hillary og Clinton berist á banaspjótum langt fram á sumar. Geri þau það ekki eigi flokkkurinn sífellt minni möguleika á að komast til valda í Hvíta húsinu í Nóvember.

Pelosi tók ekki fram hvorn frambjóðandann hún styður en stuðningsmenn Baracks Obama hafa gerst sífellt háværari í áköllum sínum um að Hillary Clinton lýsi sig sigraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×