Erlent

Nota SMS tækni til að veiða minka

Minnkur
Minnkur

Danir nýta sér SMS smáskilaboðatækni við að fanga minka í gildrur. Vandamál vegna villtra minka fara vaxandi ef marka má frétt Danmarks Radio. Þar segir að minkar eyðileggi hreiður og éti fugla. Reynslan af SMS gildrunum er góð að sögn þeirra sem nota þær.

Gildrurnar virka þannig að tvisvar á sólarhring koma SMS boð um að þær séu í lagi. Fari dýr inn í gildruna koma samstundis skilaboð um það. Það er fyrst þá sem að fólk þarf að fara út til að gá að gildrunni. Vonast er til þess að notkun á gildrunum aukist á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×