Erlent

Ræninginn lenti í klónum á bingóspilurum

Þessir íslensku bingóspilarar tengjast fréttinni ekki á nokkurn hátt svo vitað sé.
Þessir íslensku bingóspilarar tengjast fréttinni ekki á nokkurn hátt svo vitað sé.

Norskir bingóspilarar létu hart mæta hörðu þegar óprúttinn ræningi hugðist hlaupast á brott með bingóvinningana um helgina. Ræninginn ógnaði starfsfólki baksviðs með skammbyssu, hafði af þeim féð og hugðist síðan forða sér út í gegnum bingósalinn sjálfann.

En þegar lögregla kom á vettvang á maðurinn á gólfinu og hópur reiðra bingóspilara í kös ofan á honum. Það var því létt verk fyrir lögregluna að færa manninn í járn en hann þurfti að leita sér læknisaðstoðar vegna öndunartruflana í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×