Erlent

Nunna stal frá biskupi til að stunda fjárhættuspil

Kaþólsk nunna í Omaha í Bandaríkjunum var í gær sakfelld fyrir að stela frá biskupsembættinu í ríkinu. Nunnan játaði brot sín og viðurkenndi að hafa eytt fénu að mestu í fjárhættuspil. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi.

Nunnan stal um 113 þúsund krónum en verjandi hennar segir að hún sé tilbúin til þess að greiða hátt í tíu milljónir króna til kirkjunnar í skaðabætur, þannig að það virðist vera sem fjárhættuspilið hafi gefið eitthvað af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×