Erlent

Níu manns létust í umferðarslysum í Danmörku

Níu manns fórust í umferðarslysum í Danmörku um helgina sem fjölmiðlar segja þá blóðugustu í manna minnum í umferðinni.

Meðal hinna látnu er fjögurra manna fjölskylda sem lést er tveir bílar skullu framan á hvorn annan á miklum hraða við Fuglebjerg á Sjálandi. Ökumaður hins bílsins lést einnig en 12 ára sonur hans, sem var með í bílnum, er illa slasaður á sjúkrahúsi.

Meðal annara sem léstust í umferðinni voru tveir reiðhjólamenn sem keyrt var á í Rödovre annarsvegar og Óðinsvéum hinsvegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×