Erlent

Westergaard teiknar skopmynd af Wilders

Kurt Westergaard.
Kurt Westergaard.

Danski teiknarinn Kurt Westergaard hefur teiknað skopmynd af hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders og segir hana stuðningsyfirlýsingu við málfrelsið.

Fram kemur á vef Jótlandspótsins að á myndinni sé Wilders með sprengju á hnakkanum og svipar myndinni því til Múhameðsmyndar Westergaards sem danskir miðlar endurbirtu á dögunum eftir að upp komst um áform manna um að ráða Westergaard af dögum. Wilders notaði þá mynd í hinni umdeildu stuttmynd Fitna í leyfisleysi en hefur nú tekið hana út eftir hótanir frá Westergaard um málssókn.

Mynd Westergaards af Wilders birtist í belgísku tímariti en Westergaard segist með henni ekki vera að vinna gegn tjáningarfrelsinu. „Ég hef ekki séð mynd Wilders svo ég get hvorki mælt með henni eða á móti. Teikningin á að vera tákn um rétt Wilders til þess að koma sínum skoðunum á framfæri, segir Westergaard í samtali við Jótlandspóstinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×