Erlent

Olympíueldurinn kominn til Kína

Ólympíuleldurinn er kominn til Kína en hátíðleg athöfn var haldin af því tilefni í nótt að íslenskum tíma á torgi hins himneska friðar í Beijing.

Forseti Kína, Hu Jintao, tók á móti loganum sem fluttur var með flugvél frá Aþenu í Grikklandi. Mikil öryggisgæsla var á torginu enda óttuðust stjórnvöld að til mótmæla myndi koma.

Nú mun loginn halda í ferðalag til tuttugu ríkja áður en kyndillinn verður tendraður á Ólympíuleikvanginum í Beijing þann áttunda ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×