Erlent

Hersveitir klerksins al-Sadr halda áfram að berjast í Írak

Hersveitir rótæki sjía klerksins Moktaka al-Sadr ætla ekki að leggja niður vopn sín. Al-Sadr hvatti í gær bandamenn sína til að taka ekki tilboði íraskra stjórnvalda.

Stjórnvöld hafa boðið liðsmönnum í Medí-her hans og öðrum herskáum múslimum greiðslur gegn því að þeir afhendi vopn sín og hætti baráttu við íraska og bandaríska hermenn. Þeir hafa frest til áttunda apríl til að gera það.

Átök í suðurhluta Íraks, sem hófust á þriðjudaginn, hafa kostað rúmlega tvö hundruð manns lífið og mörg hundruð hafa særst. Í fyrstu var barist um olíuborgina Basra en átökin breiddust síðan út. Flugskeytum hefur rignt yfir græna svæðið svokallaða í Bagdad þar sem Bandaríkjaher hefur bækistöðvar og íraska þingið er.

Útgöngubann í höfuðborginni hefur verið framlengt um óákveðinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×