Erlent

Viðurkenna að Tsvangirai hafi fengið flest atkvæði en vilja kjósa aftur

Morgan Tsvangirai segist hafa unnið sigur í forsetakosningunum.
Morgan Tsvangirai segist hafa unnið sigur í forsetakosningunum. MYND/AP

Fulltrúar stjórnarflokks Simbabve viðurkenndu í morgun að stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvangirai hefði fengið flest atkvæði í forsetakosningunum á laugardaginn.

Hann hefði þó ekki fengið hreinan meirihluta og því yrði að kjósa aftur á milli hans og Roberts Mugabe sitjandi forseta. Samkvæmt heimildum flokksins fékk Tsvangirai 48,3 prósent atkvæða en Mugabe 43 prósent.

Stjórnaranadstæðingar segja þetta rangt. Tsvangirai hafi fengið sextíu prósent atkvæða og því þurfi ekki að kjósa aftur. Kjörstjórn hefur ekkert birt neinar opinberar tölur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×