Erlent

Clinton ætlar ekki að gefast upp

Hillary Clinton. Mynd/ Reuters.
Hillary Clinton. Mynd/ Reuters.

Hillary Clinton hét því í gær að hún myndi halda áfram að berjast fyrir sigri á Barack Obama um útnefningu á forsetaefni demókrata. Þar með hafnaði hún áskorun félaga síns úr öldungadeildinni um að draga sig í hlé og auka þannig líkurnar á að demokratar ynnu sigur á repúblikönum í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember.

„Það eru milljónir ástæðna fyrir því að halda áfram þessu kappi," sagði Clinton við stuðningsmenn sína eftir að öldungadeildarþingmaðurinn Patrick Leahy sagði að það væri ef til vill kominn tími fyrir hana að draga sig í hlé.

Barack Obama, keppinautur Clinton, segir að keppnin um útnefningu demókrata sé eins og góð kvikmynd „sem hefði dregist full mikið á langinn." Clinton svaraði því þá til að hún kynni vel að meta langar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×