Erlent

Kosið í Simbabve

Loftið er lævi blandið í Afríkuríkinu Simbabve í dag. Forsetakosningar fara þar fram í dag. Robert Mugabe núverandi forseti sækist þar eftir umboði til að stjórna landinu sjötta kjörtímabilið í röð en hann var fyrst kosinn 1980.

Aðrir í framboði eru Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, og Simba Makoni, fyrrverandi fjármálaráðherra og áður bandamaður Mugabe. Óttast er að til átaka komi í tengslum við kosningarnar og því lögreglumenn á hverju götuhorni um allt land.

Efnahagur Simbabve er í rúst en var áður í blóma. Verðbólga er rúmlega hundrað þúsund prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×