Erlent

Áfram mikil vandræði á Heathrow flugvelli

Óttast er að aflýsa þurfi flugferðum breska flugfélagsins British Airways frá nýrri flugstöð á Heathrow-flugvelli í Lundúnum langt fram eftir vikunni.

Innritunarkerfið í flugstöð fimm bilaði þegar hún var opnuð á fimmtudaginn og er búið að aflýsa hátt í tvö hundruð flugferðum síðan þá. Farþegar hafa því orðið fyrir miklum óþægindum og töfum.

Um fimmtán þúsund ferðatöskur hafa týnst. Margir farþegar sem hafa komist í loftið seint og um síðir hafa ekki fengið farangur sinn með í ferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×