Erlent

Yfirheyra vini McCann hjónanna

Kate og Gerry á leið á fund lögmanna sinna í London síðastliðið haust.
Kate og Gerry á leið á fund lögmanna sinna í London síðastliðið haust. MYND/AFP
Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum.

Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar segist vonast til að spurningarnar útiloki fólkið og foreldrana frá því að liggja undir grun portúgölsku lögreglunnar. Hann sagði ennfremur að fjölskyldan vildi að réttarstöðu þeirra sem grunaðra yrði breytt, enda hefði portúgalska lögreglan viðurkennt að hún hefði verið of fljótfær að setja hjónin í þá stöðu.

Vinir hjónanna verða yfirheyrð af lögreglumönnum frá Leichesterskíri en portúgalskir lögreglumenn fylgjast með.

Talsmaður breskra lögregluyfirvalda sagði að portúgalska lögreglan hefði óskað eftir því að innihald beiðninnar um aðstoð yrði ekki gefin upp. Né heldur hvernig að yfirheyrslunum yrði staðið til að ógna ekki hagsmunum rannsóknarinnar.

Mitchell segir að McCann hjónin fagni framvindunni. Hins vegar sé ekki rétt það sem fram hafi komið í Portúgal í síðustu viku að Kate og Gerry yrðu ekki yfirheyrð af því að talið væri að þau myndu ekki verða samvinnuþýð.

Næstum 11 mánuðir eru frá hvarfi Madeline úr hótelíbúðinni í Praia da Luz 3. maí 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×