Erlent

Bush hafður að háði og spotti

George Bush bandaríkjaforseti var hafður að háði og spotti er hann var fenginn til að hefja hornaboltatímabilið á National Ballpark í Washington í gærdag.

Áhorfendur púuðu og flautuðu á forsetann er hann gekk inn á völlinn til að kasta fyrsta bolta leiksins. Vinsældir Bush hafa aldrei mælst minni en aðeins 30% þjóðarinnar eru ánægð með störf hans.

Hinsvegar munu áhorfendur hafa séð að Bush er með góða handsveiflu í hornaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×