Erlent

Þýskur prestur býður stressuðum að hvílast í gröf

Gröf. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Gröf. Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/AP

Séra Thorsten Nolting, prestur í Düsseldorf í Þýskalandi, býður sóknarbörnum sínum að eyða 20 mínútum í opinni gröf til að létta áhyggjum hversdagsins af lotnum herðum þeirra. „Þetta er hugsað sem æfing í hugleiðslu," sagði Nolting er brást ókvæða við þegar blaðamenn þustu að gröf hans og trufluðu æfinguna. Sagði hann myrkur grafarinnar eiga að hjálpa sóknarbörnunum að finna hvað hvíldi þyngst á þeim og hjálpa þeim að safna kjarki til að yfirvinna það. Nolting sagði þátttakendur mjög ánægða með grafardvölina en haft var eftir blaðamanni á staðnum að eitt sóknarbarnanna hefði enn hríðskolfið 20 mínútum eftir að það reis upp á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×