Erlent

Ævintýralegt rán í Danmörku - stálu 400 milljónum

Lestarsamgöngur á milli Kaupmannahafnar og Höje Tastrup röskuðust í morgun þegar ræningjar sem brutust inn í peningaflutningafyrirtæki skildu eftir búnað sem líktist sprengju. Þeir ganga enn lausir en ránið er það næststærsta í sögu Danmerkur, ránsfengurinn er um 400 milljónir íslenskra króna.

Ránið var gríðarlega vel skipulagt, en ræningjarnir keyrðu á vörubíl í gegnum vegginn sem umlykur fyrIRtækið. Þeir voru vopnaðir vélbyssum og höfðu á brott með sér upphæðir sem nema um 30 milljónum danskra króna.

Til þess að koma í veg fyrir að lögregla elti þá skildu þeir eftir búnað sem líkist sprengju. Lögregla ákvað því að loka fyrir samgöngur um hverfið uns búið var ganga úr skugga um að ekki væri um sprengju að ræða. Auk þess að skilja eftir gervisprengjuna stráðu þeir nöglum á göturnar í kring sem orsakaði að fyrstu lögreglubílarnir á vettvang komust hvorki lönd né strönd.

Í morgun fregnaðist að menn hefðu verið handteknir grunaðir um ránið en þeim hefur verið sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×