Erlent

Þing Pakistans kaus forsætisráðherra

Yousuf Raza Gilani (tv) ræðir við Asif Ali Zardari, formann Pakistanska þjóðarflokksins. Mynd/ AFP.
Yousuf Raza Gilani (tv) ræðir við Asif Ali Zardari, formann Pakistanska þjóðarflokksins. Mynd/ AFP.

Þing Pakistans kaus í morgun nýjan forsætisráðherra landsins. Jusef Rasa Gialani var einróma kjörinn. Gilani segir baráttuna gegn hryðjuverkum verða helsta áherslumál nýrrar stjórnar.

Gilani var náinn samstarfsmaður Benazír Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ráðin var af dögum í desember síðastliðnum. Þjóðarflokkur hennar vann sigur í þingkosningum í síðasta mánuði.

Gilani mun leiða samsteypustjórn þeirra flokka sem eru andsnúnir Pervez Musharraf, forseta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×