Erlent

Lítil einkaþota hrapaði á tvö íbúðarhús í Kent

Lítil einkaþota með fimm manns um borð hrapaði fyrir stundu á tvö íbúðarhús skammt frá Farnborough í Kent-héraði suður af Lundúnum.

Þotan er af gerðinni Cessna Citation og getur borðið allt að átta manns. Engar staðfestar fregnir hafa borist af afdrifum fólksins um borð né af því hvort einhverjir fórust á jörðu niðri en mikill eldur logar nú þar sem vélin kom niður.

Samkvæmt fréttavef BBC er sjúkrahúsið í Farnborough nú í viðbragðsstöðu til að taka á móti slösuðum úr þessu slysi. Breskir fjölmiðlar greina frá því að óttast sé að alls hafi fimm manns farist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×