Erlent

Annar hver kennari fórnarlamb ofbeldis í Kaupmannahöfn

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett.

Ofbeldi og hótanir um slíkt í garð grunnskólakennara í Kaupmannahöfn eru vaxandi vandamál og nú er svo komið að annar hver kennari verður fyrir barðinu á slíku

Dagblaðið Berlingske Tidende birtir í dag upplýsingar úr óútkominni skýrslu frá starfsmannastjórn borgarinnar þar sem segir að á aðeins tveimur árum hafi 57% aukning orðið á tilfellum þar sem kennarar voru beittir ofbeldi af nemendum sínum eða hótað slíku. Með ofbeldi hér er átt við spörk, hnefahögg, bit, skalla og hálstök svo dæmi séu tekin.

Kasper Johansen meðlimur Radikale flokksins í Barna-og unglingaráði Kaupmannahafnar segir að þessar upplýsingar séu áfall fyrir sig. Kasper vill að tekið verði á þessu vandamáli strax og á þannig að ekkert ofbeldi gegn kennurum verði liðið. Hann segir að úreltur þankagangur um að öll vandamál skuli leysa með samræðum sé ein af ástæðunum fyrir þessu ástandi.

Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári voru ofbeldistilfellin 247 talsins á móti 158 tilfelum árið 2006. Formaður grunnskólakennara í Kaupmannahöfn segir vandamálið vera að félagsmálayfirvöld hafi brugðist. Alltof margir nemendur falli ekki inn í skólalífið og ættu að vera vistaðir á öðrum stofnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×