Fleiri fréttir

SÞ segja glæpasamtök á bakvið morð Hariri

Sönnunargögn benda til þess að Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon hafi verið myrtur af glæpasamtökum. Þetta er niðurstaða rannsóknarteymis Sameinuðu þjóðanna sem segir að glæpasamtök hafi fylgst með forsætisráðherranum í aðdraganda morðsins. Enginn er þó nafngreindur í því samhengi.

Sex meintir hryðjuverkamenn ekki ákærðir í Danmörku

Ríkissaksóknari Danmerkur hefur ákveðið að falla frá því að ákæra sex manns sem handteknir voru í september síðastliðnum grunaðir um að leggja ráðin um hryðjuverk í Danmörku eða annars staðar.

Segjast vita hver myrti Politkovskaju

Rússnesk yfirvöld segjast vita hver hafi staðið á bak við morðið á rússensku blaðakonunni Önnu Politkovskaju fyrir um einu og hálfu ári. Frá þessu greinir fréttastofa Itar-Tass.

ESB bannar lífshættulegan mozzarella-ost

Evrópusambandið hefur skipað Ítölum að koma með öllum ráðum í veg fyrir að mozzarella-ostur, sem inniheldur þrávirka eiturefnið díoxín, komist í hillur verslana þar í landi.

Öryggissveitir Simbabve í viðbragðsstöðu vegna kosninga

Öryggissveitir í Simbabve eru í viðbragðsstöðu af ótta við ofbeldi vegna forsetakosninga sem fara fram í landinu á laugardag. Sveitirnar munu einnig varna því að frambjóðendur lýsi yfir sigri í kosningunum áður en endanleg úrslit liggja fyrir.

Norður-Kóreumenn minna á sig

Spenna virðist vera að magnast á milli stjórnvalda í Norður-Kóreu og nágrannaríkinu Suður-Kóreu eftir að þau fyrrnefndu skutu tilraunaflaug út á Gulahaf í nótt.

Al-Sadr hvetur til friðar

Íraski klerkurinn Moqtada al-Sadr hvatti í dag stríðandi fylkingar til þess að leggja niður vop í Írak. Hörð átök hafa geisað á milli stuðningsmanna hans og íraskra öryggissveita í suðurhluta landsins og í höfuðborginni Bagdad.

Franskur raðmorðingi þegir í réttarsalnum

Frakkinn Michel Fourniret, sem grunaður er um að hafa myrt og misnotað sjö stúlkur og konur í Frakklandi og Belgíu á árunum 1987 – 2003, neitaði að tjá sig um málið við dómara í dag yrði réttarsalurinn ekki ruddur.

Munkarnir höfðu aðra sögu að segja

Tilraun kínverskra stjórnvalda til að sýna erlendum fréttamönnum fram á að sátt ríkti nú í Tíbet fór illilega út um þúfur í morgun.

Obama og Bush eru frændur

Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru núverandi forseti Bandaríkjanna, George Bush, og hugsanlegur verðandi forseti, Barack Obama, skyldir.

Álasundshúsið í ljósum logum

Það gætu liðið margir dagar þangað til eldurinn í fjölbýlishúsinu, sem hrundi í Álasundi í Noregi í gærmorgun, slokknar.

Franskur raðmorðingi fyrir rétt

Réttarhöld hefjast í dag yfir franska raðmorðingjanum Michel Fourniret vegna morðs á sjö ungum konum í Frakklandi og Belgíu.

Ný flugstöð á Heathrow flugvelli

Fimmta flugstöðin á Heathrow flugvelli í London var tekin í notkun í nótt þegar vél á vegum Brithish Airways, sem var að koma frá Hong Kong, lenti við hana.

Frönskum dátum í Afganistan fjölgar

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, lýsti því yfir í dag að Frakkar hyggðust senda fleiri hermenn til Afganistan til þess að styðja við aðgerðir NATO í landinu. Sarkozy er í opinberri heimsókn á Bretlandi sagði í dag að formlega yrði tilkynnt um fjölgunina á næsta NATO fundi sem fram fer í Búkarest í næstu viku.

Eldri handrit Shakespeares brátt rafræn

Tvö bókasöfn í Bandaríkjunum og Bretlandi hyggjast eiga í samvinnu um að birta öll handrit að leikritum Williams Shakespeare eldri en frá 1641 á Netinu.

Barni bjargað úr brunni eftir 27 tíma

Tveggja ára gamalli stúlku var bjargað í dag úr brunni á Indlandi eftir að vera föst þar í 27 klukkustundir. Vandana var að leika sér þegar hún féll tæpa 14 metra niður óvarinn brunninn skammt frá höfuðborginni New Delhi. Herinn var kallaður til aðstoðar og björgunarmenn grófu göng niður við hlið brunnsins þar sem Vandana sat föst.

Kínverjar ósáttir við sendingu eldflaugahluta

Kínversk stjórnvöld lýstu í dag andúð sinni á sendingu frá Bandaríkjunum sem innihélt hluta í skotflaugar og fór að sögn bandarískra hermálayfirvalda til Taiwan fyrir slysni.

Flugmaður hleypti af byssu í flugstjórnarklefa

WASHINGTON (CNN) Flugmanni hjá flugfélaginu US Airways hefur verið vikið úr starfi eftir að hann hleypti fyrir slysni af skammbyssu í flugstjórnarklefa vélar sem hann flaug á laugardag.

Vaxandi ólga í Tíbet

Enn halda mótmæli áfram í Tíbet vegna framferðis kínverskra stjórnvalda en í dag vöktu nokkur hundruð mótmælendur athygli á málstað sínum með því að setjast niður á götu í Qinghai-héraði í vesturhluta landsins.

Hluti af eldflaug féll nærri kamri

Bóndi, sem rekur býli sitt nærri Baikonur-geimskotstöðinni í Kasakstan, hefur stefnt hinni rússnesku Roskosmos-geimferðastofnun eftir að þriggja metra langur málmhlutur féll af geimflaug og lenti á landareign hans, aðeins steinsnar frá kamrinum.

Fjörutíu fallnir í átökum í Basra

Minnst fjörutíu hafa fallið í átökum í Basra í Írak síðan í gær. Íraskar hersveitir hafa reynt að kveða niður átök andstæðra fylkinga múslima þar.

Nektarmynd af konu Sarkozy

Mynd af Cörlu Bruni nýbakaðri eiginkonu Nicholas Sarkozy forseta Frakklands gæti skyggt á fyrstu opinberu heimsókn forsetans til Bretlands í dag. Hjónakornin eru á leið þangað fyrir viðræður milli Sarkozy og Gordon Brown forsætisráðherra Breta.

Sarkozy fer til Bretlands

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, mun hitta Elísabetu drottningu og ávarpa báðar deildir breska þingsins í tveggja daga heimsókn sinni til Bretlands.

Clinton biðst afsökunar á „mismælum“

Hillary Clinton, sem berst um útnefningu demokrata fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum, segir að hún hafi gert mistök þegar hún fullyrti að hún hafi orðið fyrir árás leyniskytta í Bosníu fyrir rúmum áratug.

Enn meiri öryggiskröfur á Kennedy flugvelli

Enn aukast öryggiskröfur á Kennedy flugvelli í New York. Farþegar sem ferðast með millilandaflugi um völlinn mega nú sætta sig við að þurfa að láta taka fingraför af öllu tíu fingrunum í stað tveggja áður.

Sjá næstu 50 fréttir