Fleiri fréttir

Forseti Filippseyja segist saklaus

Mikil mótmæli hafa verið á Filippseyjum að undanförnu gegn Gloriu Arroyo, forseta landsins, en hún er sökuð um að hafa staðið að kosningasvindli.

Fimm námumenn létust í Úkraínu

Fimm námumenn létu lífið og að minnsta kosti þrír slösuðust illa í sprengingu í kolanámu í Lviv-héraði í Úkraínu í gær. Sprengingin varð vegna metangass og voru 56 námumenn að störfum þegar hún varð á 550 metra dýpi.

Fangelsum fjölgað í Írak

Bandaríkjamenn áforma að byggja ný fangelsi í Írak og stækka þau sem fyrir eru þannig að halda megi allt að 16.000 manns í einu.

Bush og Schröder funda

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Fyrr um daginn fór kanslarinn formlega fram á við þýska sambandsþingið að greidd yrðu atkvæði um traust á ríkisstjórnina.

Þeir hæfustu fá landvist

Danska ríkisstjórnin íhugar að gera breytingar á innflytjendalöggjöf sinni með það fyrir augum að laða til landsins fleiri vel menntaða útlendinga.

Íbúðaverð fer hækkandi

Talsverð þensla hefur verið á norskum fasteignamarkaði undanfarin misseri. Íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 4,1 prósent á milli fyrsta og annars ársfjórðung þessa árs en hefur síðan 1993 hækkað um 103,7 prósent.

Uppreisnin gæti staðið í áratug

Bandarísk stjórnvöld virðast vera farin að gera sér grein fyrir því að baráttan við uppreisnarmenn í Írak gæti tekið mörg ár til viðbótar. Þau staðfesta að hafa átt í viðræðum við einhverja uppreisnarhópa.

Þrílitað áróðursstríð

Ólga fer nú vaxandi í Ísrael vegna brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni sem hefjast á í ágúst. Enn sem komið er eru mótmælin þó að mestu friðsamleg.

Nauðgað að skipun öldunga

Pakistönsk kona sem nauðgað var af hópi karla í refsingarskyni hefur nú eftir langa baráttu fengið illvirkjana dregna fyrir hæstarétt landsins. Hugrekki konunnar hefur vakið heimsathygli og jafnframt beint sjónum fólks að stöðu kvenna í þessum heimshluta.

Hitabylgja á Ítalíu

Enn ein hitabylgjan gengur nú yfir Ítalíu. Heilbrigðisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til eldri borgara að halda sig heima við og mælist til þess að yfirvöld fylgist vel með eldra fólki sem býr eitt.

Olían hefur aldrei verið dýrari

Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er farið að hafa veruleg áhrif á hagkerfi ýmissa þjóða en undanfarið hefur verð á tunnu af olíu farið yfir 60 dollara og margir spá enn frekari hækkunum framundan.

Forsetinn viðurkennir mistök

Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, viðurkenndi í dag að hún hefði gert mistök með því að hringja í kjörstjórnarmeðlim fyrir forsetakosningarnar og segjast óska þess að hún ynni með milljón atkvæða mun. Hún ætlar samt ekki að segja af sér.

Jóhannes Páll strax í dýrlingatölu

Allt bendir nú til þess að Jóhannes Páll páfi annar verði sá maður sem skjótast verður tekinn í tölu dýrlinga eftir andlátið. Benedikt páfi sextándi hefur fellt niður fimm ára regluna svokölluðu og Vatíkanið er þegar farið að kanna möguleg kraftaverk.

Sósíalistar lýsa yfir sigri

Sósíalistar hafa lýst yfir sigri í kjölfar þingkosninga í Búlgaríu. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin var Sósíalistaflokkurinn með ríflega 31% atkvæða sem er þó langt undir því sem kannanir gáfu til kynna. Þetta þýðir að erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa meirihlutastjórn.

Lögreglumenn drepnir í Írak

Uppreisnarmenn í Írak réðust á lögreglustöð í vesturhluta landsins í gær og drápu þar átta manns. Í norðurhluta landsins geisaði þriggja klukkustunda byssubardagi milli skæruliða og sveita Bandaríkjamanna og Íraka. Þá hafa nokkrir lögreglumenn verið drepnir í morgun.

Grunur um fuglaflensu í Japan

Grunur leikur á að fuglaflensa hafi valdið því að hundruð hænsna í austurhluta Japans drápust fyrr á þessu ári. Nokkur hundruð hænsn drápust á kjúklingabúi þar sem eru að jafnaði á þriðja tug þúsunda hænsna og telja embættismenn á svæðinu nú að hugsanlega megi rekja þetta til fuglaflensu.

178 talíbanar felldir

Hundrað sjötíu og átta bardagamenn úr röðum talíbana í Afganistan hafa verið drepnir á undanförnum þremur dögum og fimmtíu og sex hafa verið handsamaðir. Þetta segir talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Kabúl. Þetta er eitthvert mesta mannfall í röðum talíbana síðan þeir voru hraktir frá völdum í stríðinu 2001.

Tala látinna tvöfaldast

Fjörutíu og tveir hafa látist af völdum eitrunar í áfengum drykk í Kenía um helgina. Talið er að miklu magni af metanóli hafi verið blandað í drykkinn til að auka alkóhólmagn hans. Fólkið mun hafa fengið bruggið á krá í þorpi skammt frá Naíróbí, höfuðborg Kenía, og veiktist í kjölfarið heiftarlega.

Sextán látnir í Mósúl

Sextán hið minnsta fórust í sjálfsmorðsárás í borginni Mósúl í Írak í morgun. Þá ók maður bíl fylltum sprengiefni á höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni og sprengdi sig í loft upp. Hluti byggingarinnar hrundi og fimm lögreglumenn fórust. Fjórtán eru sárir.

Enn hörmungarástand á svæðunum

Hörmungarástand er ennþá á hamfarasvæðunum í Asíu þar sem flóðbylgjan annan dag jóla olli gjöreyðileggingu. Uppbygging gengur afar hægt og fórnarlömbin þarfnast enn mikillar hjálpar, hálfu ári síðar. 

Hagsmunir Írana á oddinum

Íranar munu halda áfram kjarnorkuviðræðum við Evrópusambandið með hagsmuni sína að leiðarljósi. Þetta sagði nýkjörinn forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, á blaðamannafundi í dag. Aðspurður sagði forsetinn einnig að hann sæi enga þörf á sérstökum viðræðum við Bandaríkjamenn um kjarnorkuframleiðslu þjóðar sinnar.

STASI-aðferðir í Svíþjóð

Sænsk skattayfirvöld hafa verið sökuð um að beita STASI-aðferðum við að koma höndum yfir þá sem stunda svarta vinnu. Þau ætla að reiða sig á uppljóstrara.

Engar samningaviðræður í gangi

Talsmenn bandarískra og írakskra hersveita segja að þeir eigi í viðræðum við leiðtoga uppreisnarmanna í Írak, klerka og hópa sem tengdir eru súnní-aröbum til að fá fleiri að pólitískri uppbyggingu landsins. Aðspurðir neituðu talsmennirnir hins vegar að þetta séu samningaviðræður hvers konar eins og haldið er fram í <em>Sunday Times</em> í dag.

Saumuðu varir fangans saman

Sjö lögreglumönnum hefur verið sagt upp í Pakistan eftir að upp komst að þeir hafi saumað saman varir á fanga sem var í þeirra vörslu. Skýringin sem gefin var á athæfinu var sú að fanginn hafi mótmælt pyntingum sem lögreglumennirnir hafi verið að beita hann.

Stúlka lést eftir hákarlaárás

Fjórtán ára gömul stúlka lést þegar hákarl réðst á hana undan ströndum Flórída í dag. Stúlkan var komin nokkuð langt út en hún var að renna sér á brimbretti. Karlmaður sem kom með hana að landi segist hafa fundið stúlkuna á floti í sjónum eftir að hafa heyrt skerandi öskur stuttu áður.

Á fjórða tug liggur í valnum

Á fjórða tug manna liggur í valnum eftir röð hryðjuverkaárása í bænum Mósúl í Írak í morgun. Maður sprengdi sig í loft upp við varðstöð við sjúkrahús, annar við aðalstöðvar lögreglunnar og sá þriðji við herbækistöð í borginni.

Fuglaflensa í Japan

Meira en 800 hænsn hafa drepist úr fuglaflensu í Japan síðan í apríl. Flensan kom einnig upp í landinu í fyrra en þá drápust meira en 300 þúsund fuglar. Smit fannst í manni í Japan í fyrra en enginn hefur látist þar.

Óbreytt kjarnorkuáætlun

Mahmoud Ahmadinejad, nýkjörinn forseti Írans, lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að kjarnorkuáætlun landsins yrði haldið áfram.

Á fjórða tug fórust í Mosul

Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Í gær fórst á fjórða tug manna í sprengjuárásum í Bagdad og Mosul. Fyrst var pallbíl hlöðnum sprengiefni ekið inn í lögreglustöð í miðborg Mosul og létust 10 lögreglumenn í sprengingunni. Sprengiefnið var falið í vatnsmelónum sem hlaðið var á pall bílsins.

Ahmadinejad kjörinn forseti Írans

Harðlínumenn báru sigur úr býtum í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Mahmoud Ahmadinejad, sem er borgarstjóri í Teheran og mjög íhaldssamur, vann stórsigur á mótframbjóðanda sínum. Ahmadinejad virðist einkum hafa hlotið stuðning fátækari og trúaðri kjósenda en framsæknari, frjálslyndari og auðugri borgarar studdu Akbar Rafsanjani sem boðaði umbætur.

Stór hluti fjárframlaga til ríkra

Stór hluti fjárframlaga og hjálparinnar til handa fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Asíu fór til þeirra sem auðugastir eru samkvæmt nýrri skýrslu sem bresku góðgarðarsamtökin Oxfam hafa tekið saman. Fátækir, sem þurftu einna helst á hjálp að halda fengu einna minnst á meðan mest lenti í vasa stóreignafólks, bæði kaupsýslumanna og landeigenda.

Kúariða komin upp í Bandaríkjunum

Kúariða er komin upp í Bandaríkjunum en vísindamenn hafa nú staðfest að annað tilfellið hafi fundist. Fyrsta, sýkta dýrið fannst fyrir sjö mánuðum. Bæði dýrin eru albandarísk og því talið öruggt að ekki sé um innfluttan stofn veikinnar að ræða. Þrátt fyrir þessi tíðindi fullyrða talsmenn bandarísks landbúnaðar að nautakjöt þar í landi sé með öllu hættulaust enda sé þess gætt að kjöt sýktra dýra lendi ekki á markaði.

Harðlínumenn hafa öll valdaembætti

Harðlínumenn unnu óvænt stórsigur í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Þeir hafa nú öll valdaembætti í landinu í höndum sér.

Geti ráðist á hryðjuverkamenn ytra

Rússar eru reiðubúnir að ráðast á bækisstöðvar hryðjuverkamanna erlendis. Þetta sagði yfirmaður rússneska flughersins í morgun. Hann segir flugherinn búa yfir hátæknivopnum og getu til þess að ráðast á hryðjuverkamenn hvar sem er.

Uppbygging húsa óvíða hafin

Fátækir fá minnsta aðstoð í kjölfar náttúruhamfaranna í Asíu. Ríkir hafa fengið stærsta hluta aðstoðarinnar. Þá bendir bresk rannsókn til þess að á fáum stöðum sé byrjað að byggja hús fyrir þá sem misstu sín.

Sprengja við teina í Dagestan

Tveir menn á viðhaldslest slösuðust þegar sprengja sprakk við lestarteina í héraðinu Dagestan í Rússlandi skömmu eftir miðnætti. Fréttastofan <em>Interfax</em> hefur eftir lögregluyfirvöldum á svæðinu að um heimatilbúna sprengju hafi verið að ræða en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu.

Flóðin í Kína í rénun

Svo virðist sem flóðin í suðurhluta Kína, sem valdið hafa miklum usla undanfarnar vikur, séu í hægri rénun. Alls hafa 567 látist í flóðunum og þá er enn 165 saknað. Flóðin má rekja til árlegra rigninga sem valda því að ár flæða yfir bakka sína en einnig hafa aurskriður fallið á þorp og bæi

Leitað að dularfullu kattardýri

Mikil leit stendur yfir í Hollandi af dularfullu kattardýri sem sést hefur nokkrum sinnum í austurhluta landsins. Ekki er vitað hverrar tegundar dýrið er þrátt fyrir að myndir hafi náðst af því, en talið er líklegt að um stórt frumskógarkattardýr sé að ræða.

Handtóku grunaða uppreisnarmenn

Ísraelskir hermenn handtóku í morgun 14 félaga í palestínsku samtökunum Heilögu stríði á Vesturbakkanum. Handtakan kemur í kjölfar þess að byssumenn drápu íraelskan landnema í gær en þess ber að geta að engin samtök höfðu lýst tilræðinu á hendur sér.

Harðlínumenn með tögl og hagldir

Mahmoud Ahamadinejad er nýr forseti Írans en þar með fara harðlínumenn með flest völd í landinu. Búast má við hann verði erfiður viðureignar í samskiptum sínum við Vesturlönd.

Drukku ólöglegt brugg og létust

Að minnsta kosti 21 Keníamaður er látinn eftir að hafa drukkið ólöglegt brugg í þorpi skammt frá Naíróbí, höfuðborg Kenía, í gær. Þá liggja 36 á spítala vegna drykkjunnar og eru átta þeirra í lífshættu en tíu til viðbótar hafa misst sjónina af völdum drykksins. Fólkið mun hafa fengið bruggið á krá í þorpinu og veiktist í kjölfarið heiftarlega.

Réðust á flóttamannabúðir í Úganda

Rúmlega 100 uppreisnarmenn fóru í dag ránshendi um flóttamannabúðir í norðurhluta Úganda ásamt því að ráðast gegn íbúum búðanna. Ekki er ljóst hvort einhverjir létust eða særðust í árásinni en uppreisnarmennirnir létu greipar sópa í matargeymslum búðanna.

Felldu tæplega 180 talibana

178 talibanar voru felldir og 56 handteknir í átökum í suðurhluta Afganistans sem staðið hafa síðustu þrjá daga. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti landsins í dag. Um var að ræða samhæfðar aðgerðir afganska hersins og þess bandaríska og létust flestir talibananna í loftárásum Bandaríkjahers. Hins vegar sluppu tveir háttsettir talibanar úr klóm hersveitanna eftir að sveitirnar höfðu umkringt þá, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins.

Ellefu drepnir í Samarra í dag

Að minnsta kosti ellefu manns létust og 20 særðust í tveimur árásum í bænum Samarra norður af Bagdad í Írak í dag. Í fyrra skiptið var um að ræða sjálfsmorðsárás þar sem maður sprengdi sig og bíl sinn í loft upp fyrir utan heimili yfirmanns í sérsveit Írakshers. Níu létust í tilræðinu. Stuttu eftir árásina sprakk sprengja við veg í bænum og þar létust tveir auk þess fjögur hús eyðilögðust.

Sjá næstu 50 fréttir