Erlent

Kúariða komin upp í Bandaríkjunum

Kúariða er komin upp í Bandaríkjunum en vísindamenn hafa nú staðfest að annað tilfellið hafi fundist. Fyrsta, sýkta dýrið fannst fyrir sjö mánuðum. Bæði dýrin eru albandarísk og því talið öruggt að ekki sé um innfluttan stofn veikinnar að ræða. Þrátt fyrir þessi tíðindi fullyrða talsmenn bandarísks landbúnaðar að nautakjöt þar í landi sé með öllu hættulaust enda sé þess gætt að kjöt sýktra dýra lendi ekki á markaði. Talið er að samhengi sé á milli Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins sem leggst á menn og kúariðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×