Erlent

Sprengja við teina í Dagestan

Tveir menn á viðhaldslest slösuðust þegar sprengja sprakk við lestarteina í héraðinu Dagestan í Rússlandi skömmu eftir miðnætti. Fréttastofan Interfax hefur eftir lögregluyfirvöldum á svæðinu að um heimatilbúna sprengju hafi verið að ræða en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Dagestan-hérað liggur að Tsjetsjeníu þar sem rússneskir hermenn og uppreisnarmenn úr röðum aðskilnaðarsinna hafa borist á banaspjót í rúman áratug en átök hafa breiðst út til nágrannahéraða, þar á meðal Dagestans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×