Erlent

Tala látinna tvöfaldast

Fjörutíu og tveir hafa látist af völdum eitrunar í áfengum drykk í Kenía um helgina. Talið er að miklu magni af metanóli hafi verið blandað í drykkinn til að auka alkóhólmagn hans. Fólkið mun hafa fengið bruggið á krá í þorpi skammt frá Naíróbí, höfuðborg Kenía, og veiktist í kjölfarið heiftarlega. Í gær hafði 21 látist en læknir á staðnum segir að annar eins fjöldi hafi látist í nótt og í morgun. 80 einstaklingar eru enn þungt haldnir eftir að hafa bragðað á drykknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×