Fleiri fréttir Graham segist eiga skammt eftir Einhver frægasti predíkari Bandaríkjanna býr sig undir lokablessunina. Billy Graham segir dauðann nálgast og heldur sem stendur síðustu samkomur sínar. 25.6.2005 00:01 Forsetinn gaf górillum nafn Þrjátíu sjaldgæfum fjallagórillum voru gefin nöfn í þjóðgarði í Rúanda á laugardag og var forseti landsins, Paul Kagame, viðstaddur athöfnina. "Þessi athöfn endurspeglar menningu okkar. Við gerum það sama innan fjölskyldnanna í Rúanda þegar við skírum börnin okkar," sagði yfirmaður dýraverndarstofnunar Rúanda. 25.6.2005 00:01 Mestu átök í fjögur í ár Lík 178 skæruliða hafa fundist í Afganistan eftir þriggja daga skærur milli bandarískra og afganskra hersveita við uppreisnarmenn í Miana Shen-héraði í síðustu viku. 25.6.2005 00:01 Sósíalistar sigra í Búlgaríu Sósíalistaflokkurinn fékk flest atkvæði í þingkosningunum í Búlgaríu samkvæmt útgönguspám, en náði þó ekki hreinum meirihluta. 25.6.2005 00:01 Yfir 500 látnir í flóðum í Kína Yfir fimm hundruð manns hafa látist af völdum sumarflóða í Kína og meira en ein milljón neyðst til þess að yfirgefa heimili sín. Flóðin í ár eru þau mestu í Kína í áratug og í kjölfar þeirra hafa fjölmargar ár flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á íbúðarbyggð. Talið er að fjárhagslegt tjón vegna flóðanna nemi nærri hundrað milljörðum króna. 24.6.2005 00:01 Sprengjum varpað á uppreisnarmenn Súdanski herinn varpaði í morgun sprengjum á uppreisnarmenn sem berjast gegn stjórnvöldum í landinu. Talsmaður uppreisnarmannanna segir orustuflugvélar hafa varpað hverri sprengjunni á fætur annarri og verið sé að flytja burt slasaða. Enn hefur ekki frést af mannfalli. 24.6.2005 00:01 Læknar komi að yfirheyrslum Læknar í fangelsinu á Guantanamo-flóa á Kúbu hafa aðstoðað fangaverði við útfærslu á grimmdarlegum yfirheyrslum. Í viðtölum bandaríska dagblaðsins <em>New York Times</em> við nokkra fangaverði kemur fram að læknar hafi gefið þeim upplýsingar um hvernig mætti notfæra sér fælni fanganna til þess að fá þá til að leysa frá skjóðunni. 24.6.2005 00:01 Önnur umferð kosninga í Íran Önnur umferð forsetakosninga í Íran hófst í morgun. Valið stendur á milli umbótasinnans Akbars Rafsanjani og harðlínumannsins Mahmouds Akmadinsjads. Kosningarnar skipta miklu máli um framtíð Írans enda eru frambjóðendurnir tveir eins og svart og hvítt. 24.6.2005 00:01 Geti ekki fækkað hermönnum strax Bandaríkin ættu ekki einu sinni að íhuga að fækka hermönnum í Írak næstu árin. Þetta er haft eftir hershöfðngjum innan Bandaríkjahers í Írak í nýjasta tímariti <em>Economist</em>. George Bush Bandaríkjaforseti og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hafa ítrekað talað um að írakski herinn sé vel á veg kominn til að verja land sitt og Bandaríkjamenn geti hafið brottfluttning í áföngum þegar í upphafi næsta árs. 24.6.2005 00:01 Launamunur skýrist af ýmsum þáttum Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð, SN, segja ítarlegar rannsóknir sínar á launamun kynjanna sýna að hann skýrist að mestu leyti af þáttum á borð við aldur, starfsval, menntun og gerð fyrirtækja. Að teknu tilliti til þessara þátta sé munurinn 4,8 prósent en minnki enn ef skoðuð er ábyrgð, til dæmis fjöldi undirmanna eða fjárhæðir sem ábyrgð er borin á, eða starfsaldur hjá viðkomandi fyrirtæki. 24.6.2005 00:01 Árekstrum við lögreglubíla fjölgar Fólki sem ferst eða slasast alvarlega í árekstrum við lögreglubifreiðar sem bruna á vettvang hefur fjölgað um sextíu prósent á einu ári í Bretlandi. Yfir tvö þúsund manns slösuðust í slysum af þessu tagi í Englandi og Wales á milli apríl 2003 og 2004 og fjölgaði þeim um 700 miðað við sama tíma árið áður. 24.6.2005 00:01 Lítill árangur í Ulsan Fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu lauk í dag með litlum árangri. Hvorki gekk né rak að taka ákvarðanir eða marka nýja stefnu og er staðan því óbreytt. 24.6.2005 00:01 Jarðarbúar nærri 6,5 milljarðar Mannkyninu fjölgar jafnt og þétt og eru íbúar jarðarinnar nú nærri 6,5 milljarðar samkvæmt upplýsingum frá frönsku lýðfræðirannsóknastofnuninni. Helmingur íbúanna býr í aðeins sex löndum: Kína, Indlandi, Bandaríkjunum, Indónesíu, Brasilíu og Pakistan. Sextíu og einn af hverjum hundrað íbúum jarðar býr í Asíu, fjórtán í Afríku, ellefu í Evrópu, níu í Suður-Ameríku, fimm í Norður-Ameríku og tæplega einn í Ástralíu. 24.6.2005 00:01 Þrettán CIA-menn verði handteknir Dómari á Ítalíu hefur skipað fyrir um handtöku þrettán útlendinga sem tengjast bandarísku leyniþjónustunni CIA. Þeim er gefið að sök að hafa rænt egypskum kaupsýslumanni á götu í Mílanó og flutt hann nauðugan til Egyptalands þar sem hann var yfirheyrður. Maðurinn var grunaður um tengsl við hryðjuverkamenn og að hafa barist í Afganistan og Bosníu. 24.6.2005 00:01 Vill Bandaríkjaher burt hið fyrsta Bandaríkin ættu ekki einu sinni að íhuga að fækka hermönnum í Írak næstu árin, að mati bandarískra hershöfðingja. Forsætisráðherra Íraks vill hins vegar að þeir fari við fyrsta mögulega tækifæri. 24.6.2005 00:01 Opnunartími kjörstaða framlengdur Kjörstjórn í Íran hefur ákveðið að framlengja opnunartíma kjörstaða í landinu um klukkutíma vegna þess hversu margir bíða eftir því að fá að kjósa, en seinni umferð forsetakosninga fer fram þar í landi. Kjörstaðir voru opnaðir kl. hálffimm í morgun að íslenskum tíma og átti að loka þeim nú klukkan hálfþrjú en því hefur sem sagt verið breytt til hálffjögur. 24.6.2005 00:01 Þurfti að „umbera“ finnskan mat Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur tekist að móðga Finna svo herfilega með athugasemdum um matinn þeirra og forsetann að margir Finnar hyggjast hætta að kaupa ítalskar vörur. Berlusconi ku hafa sagt að hann hefði þurft að umbera finnskan mat einhvern tímann og hann hefði þurft að beita öllum glaumgosabrögðum sínum til að sannfæra Törju Halonen, forseta Finnlands, um að hætta að sækjast eftir að fá Evrópsku matvælaöryggisstofnunina til Finnlands. 24.6.2005 00:01 Uppbyggingarstarf geti tekið 10 ár Þrátt fyrir að framlög til uppbyggingar hafi aldrei verið meiri en eftir fljóðbylgjuna í Suðaustur-Asíu annan dag jóla í fyrra mun það taka allt að tíu ár að ljúka uppbyggingarstarfinu. Þetta segir Jan Egeland sem fer fyrir neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna á svæðinu við Indlandshaf. 24.6.2005 00:01 Gerðu 4,2 tonn af kókaíni upptæk Lögregla í Portúgal greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á 4,2 tonn af kókaíni á dögunum. Efnið fannst í vörugeymslu í bænum Almeirim austur af höfuðborginni Lissabon og voru tveir Portúgalir og tveir Kólubíumenn handteknir í tengslum við aðgerðirnar. Þetta er mesta magn eiturlyfja sem Europol, lögreglustofnun Evrópusambandsins, hefur lagt hald í ár en samkvæmt portúgölsku lögreglunni var kókaínið ætlað fyrir Spánarmarkað. 24.6.2005 00:01 Flugvöllur lokaður vegna verkfalls Flug til og frá flugvellinum í Bagdad í Írak liggur nú niðri eftir að verktakar á vegum bresks öryggisfyrirtækis fóru í verkfall um hádegisbil vegna deilna fyrirtækisins og Íraksstjórnar um greiðslur. Breskar fyrirtækið Global Risk Strategies hefur um 500 starfsmenn á flugvellinum sem ætlað er að gæta öryggis á flugvellinum. Þeir hafa nú allir lagt niður vinnu, að sögn breska fyrirtækisins vegna þess að Íraksstjórn hefur ekki staðið við gerða samninga. 24.6.2005 00:01 Útflutningur kvikasilfurs bannaður Umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu um það á fundi sínum í dag að banna útflutning á kvikasilfri fyrir árslok 2010. Þá vilja þeir einnig draga úr notkun málmsins í hitamælum og vinna að því á alþjóðavettvangi að draga úr losun þessa fljótandi málms í náttúrunni. 24.6.2005 00:01 Bandarískir hermenn felldir í Írak Talið er að sex bandarískir hermenn hafi látist í bílsprengjuárás á herlest þeirra í Fallujah í Írak í dag. Lík af tveimur mannanna hafa fundist en samkvæmt talsmanni Bandaríkjahers er hinna fjögurra saknað. Árásin var gerð síðla dags að írökskum tíma, en árásir þar hafa verið fátíðar eftir að hersveitir Íraka og Bandaríkjamanna sóttu þar hart fram gegn andspyrnumönnum fyrir nokkrum mánuðum. 24.6.2005 00:01 Fæðingarþunglyndi geti hrjáð feður Feður geta líka þjáðst af fæðingarþunglyndi og það sem meira er - börn feðra sem kljást við fæðingarþunglyndi eru margfalt líklegri til að eiga við ýmiss konar hegðunarvandamál að stríða á ævinni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar nokkurra lækna við Bristol og Oxford-háskóla í Bretlandi. 8.340 feður voru rannsakaðir og kom í ljós að þrjú og hálft prósent þeirra greindust með einhvers konar fæðingarþunglyndi. 24.6.2005 00:01 Kjörfundur lengdur aftur Yfirvöld í Íran framlengdu í annað sinn opnunartíma kjörstaða í seinni umferð forsetakosninga í landinu í dag vegna langra biðraða við kjörstaði. Upphaflega stóð til að loka kjörstöðum klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma en þeir verða nú opnir til hálfsex. 24.6.2005 00:01 Blettatígrum fjölgar í Washington Fimm blettatígurshvolpar voru í fyrsta sinn í dag leiddir fyrir sjónir almennings í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum. Hvolparnir fæddust í garðinum fyrir 10 vikum og eru aðeins annar hvolpahópurinn sem kemur þar í heiminn í 116 ára sögu dýragarðsins. 24.6.2005 00:01 Hvalveiðisinnar guldu afhroð Hvalveiðisinnar guldu afhroð á fundi alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk í Suður-Kóreu í morgun. Þó að nafnið gefi til kynna að þar sé á ferðinni ráð sem hafi umsjón með veiðum, er meirihluti aðildarríkjanna á því að friða hvali með öllu. 24.6.2005 00:01 Boðið upp á hvalkjötsborgara Japönsk skyndibitakeðja hefur ekki áhyggjur af því þótt Japanar séu harðlega gagnrýndir fyrir hvalveiðar og áform um að auka þær. Hefur skyndibitakeðjan, sem er á eynni Hokkaido, tekið upp á því að bjóða upp á hrefnukjötsborgara á 240 krónur og segja forsvarsmenn hennar að með þessari nýjung gefist tækifæri til að nýta hvalkjötsbirgðir landsmanna sem séu allverulegar. 24.6.2005 00:01 Berlusconi orðhákur Finnska sendiráðið á Ítalíu hefur sent formlega kvörtun til Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna ummæla sem hann lét falla um Tarju Halonen, forseta Finnlands. 24.6.2005 00:01 Kúariðusmit staðfest Prófanir hafa staðfest að kýr sem drapst í Bandaríkjunum fyrir skemmstu var sýkt af kúariðu. Þetta er annað kúariðutilfellið sem kemur upp þar vestanhafs en hið fyrra kom upp í desember árið 2003. 24.6.2005 00:01 Fundað í Washington George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hittust í Washington í gær og ræddu stöðu og horfur í landi hins síðarnefnda. 24.6.2005 00:01 Mannskæð flóð í Kína Í það minnsta 536 manns fórust í árlegum sumarflóðum í suðurhluta Kína. Nauðsynlegt hefur verið að flytja hundruð þúsunda manna frá heimilum sínum. 24.6.2005 00:01 Klofin þjóð gengur að kjörborðinu Íranar gengu að kjörborðinu í gær í annað sinn á einni viku. Hashemi Rafsanjani og Mamhoud Ahmadinejad tókust á um forsetaembættið en vitað var að mjótt yrði á mununum. Endanleg úrslit liggja fyrir í dag. 24.6.2005 00:01 Sjö bílsprengjur í Bagdad í nótt Minnst þrjátíu og átta eru látnir og um það bil eitt hundrað særðir eftir sjö bílsprengingar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í nótt. Rétt fyrir miðnætti sprungu fjórar bílsprengjur í íbúðahverfi sjíta í höfuðborginni með þeim afleiðingum að tuttugu og þrír létust. Al-Qaida hefur lýst ábyrgð á þeim árásum. 23.6.2005 00:01 Blair: ESB verði endurskilgreint Það verður að endurskilgreina Evrópusambandið í grundvallaratriðum. Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á fundi með Evrópuþinginu í morgun. 23.6.2005 00:01 Skotið á hjálparstarfsmann Skotið var á hjálparstarfsmann á hamfarasvæðunum í Inónesíu í gær. Starfsmaðurinn er ekki í lífshættu en vegarspotta í nágrenninu hefur verið lokað til öryggis, enda er þetta í fyrsta sinn sem atvik af þessu tagi á sér stað í alla þá sex mánuði sem hjálparstarfið hefur staðið yfir. Ekki liggur enn fyrir hver var að verki eða hvers vegna. 23.6.2005 00:01 Hitabylgja í París Íbúar Parísar fara ekki varhluta af sumrinu. Hitabylgja hefur verið í borginni undanfarna daga og hefur hitinn vart farið undir þrjátíu gráður þegar sólin er hæst á lofti. Bæði túristar og heimamenn nýta sér gosbrunna borgarinnar til hins ítrasta til að kæla sig niður, enda líklega fullheitt til þess að standa í stórtækum skoðunarferðum. 23.6.2005 00:01 Engin skömm fyrir ESB Tony Blair segir enga skömm felast í því fyrir Evrópusambandið að fara í gegnum endurnýjun, nú þegar nærri fimmtíu ár séu liðin frá stofnun þess. Forsætisráðherrann sagði í morgun að endurskilgreina verði sambandið í grundvallaratriðum. 23.6.2005 00:01 Krefjast afsagnar Lahouds forseta Sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga í Líbanon krefjast þess að Emile Lahoud, forseti landsins, segi starfi sínu lausu. Flokkurinn er andsnúinn Sýrlendingum og forsvarsmenn hans segja Sýrlendinga bera ábyrgð á morðinu á fyrrum leiðtoga kommúnista nú í vikunni. 23.6.2005 00:01 Grunaðir um brot á kosningalögum Nærri þrjátíu Íranar hafa verið handteknir vegna gruns um brot á kosningalögum í síðustu viku. Mönnunum er flestum gefið að sök að hafa dreift áróðri á geisladiskum og á öðru tölvutæku formi en það er ólöglegt í Íran að hafa uppi órökstuddar dylgjur í pólitískum tilgangi í aðdraganda kosninga. Síðari umferð kosninganna fer fram á morgun. 23.6.2005 00:01 Fæðingarþunglyndi hjá báðum kynjum Fæðingarþunglyndi er ekki einungis bundið við konur. Ný bresk rannsókn bendir til þess að karlmenn geti þjáðst af fæðingarþunglyndi, en þó mun sjaldnar en konur. Börn karla sem þjást af slíku þunglyndi eru helmingi líklegri en önnur börn til þess að eiga við hegðunarvanda að stríða. 23.6.2005 00:01 Dæmdur fyrir 40 ára gamalt morð Fyrrverandi aðili að Ku Klux Klan samtökunum var dæmdur í sextíu ára fangelsi í dag fyrir að hafa skipulagt morð á þremur mönnum, sem skráðu svarta kjósendur í Missisippi, fyrir fjörutíu árum. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og var umfjöllunarefni myndarinnar <em>Mississippi Burning</em> sem kom út árið 1988. 23.6.2005 00:01 Stríðið ekki að tapast Stríðið í Írak er ekki að tapast og Bandaríkjamenn munu halda áfram að berjast gegn uppreisnarmönnum eins lengi og til þarf. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í yfirheyrslum þingnefndar öldungadeildar um stríðið í Írak sem staðið hafa yfir í dag. 23.6.2005 00:01 Hitabylgja á Ítalíu Hitabylgja geisar á Ítalíu. Í höfuðborginni Róm hafa sveittir ferðamenn og heimamenn flykkst að hinum fræga Trevi-gosbrunni í þeim tilgangi að kæla sig niður og busla í vatninu. Undanfarna daga hefur hitinn í Róm farið vel yfir 30 gráður og spá veðurfræðingar því að hitabylgjan vari fram í næstu viku. Ungu kynslóðinni finnst gaman að nota tækifærið og busla á meðan þeir eldri kjósa að halda sig í skugganum. 23.6.2005 00:01 Sýndi enga iðrun Edgar Ray Killen fékk í gær sextíu ára fangelsisdóm, tuttugu ár fyrir hvert mannsdrápanna þriggja sem hann var sakfelldur fyrir á þriðjudag. Killen var talinn hafa leitt hóp Klu Klux Klan-manna sem myrtu þrjá baráttumenn fyrir mannréttindum árið 1964. 23.6.2005 00:01 Vill endurnýja ESB frá grunni Forsætisráðherra Bretlands vill láta endurnýja Evrópusambandið frá grunni. Hann segir slíka endurnýjun tækifæri fyrir ESB til að mæta áskorunum í breyttu alþjóðasamfélagi. 23.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Graham segist eiga skammt eftir Einhver frægasti predíkari Bandaríkjanna býr sig undir lokablessunina. Billy Graham segir dauðann nálgast og heldur sem stendur síðustu samkomur sínar. 25.6.2005 00:01
Forsetinn gaf górillum nafn Þrjátíu sjaldgæfum fjallagórillum voru gefin nöfn í þjóðgarði í Rúanda á laugardag og var forseti landsins, Paul Kagame, viðstaddur athöfnina. "Þessi athöfn endurspeglar menningu okkar. Við gerum það sama innan fjölskyldnanna í Rúanda þegar við skírum börnin okkar," sagði yfirmaður dýraverndarstofnunar Rúanda. 25.6.2005 00:01
Mestu átök í fjögur í ár Lík 178 skæruliða hafa fundist í Afganistan eftir þriggja daga skærur milli bandarískra og afganskra hersveita við uppreisnarmenn í Miana Shen-héraði í síðustu viku. 25.6.2005 00:01
Sósíalistar sigra í Búlgaríu Sósíalistaflokkurinn fékk flest atkvæði í þingkosningunum í Búlgaríu samkvæmt útgönguspám, en náði þó ekki hreinum meirihluta. 25.6.2005 00:01
Yfir 500 látnir í flóðum í Kína Yfir fimm hundruð manns hafa látist af völdum sumarflóða í Kína og meira en ein milljón neyðst til þess að yfirgefa heimili sín. Flóðin í ár eru þau mestu í Kína í áratug og í kjölfar þeirra hafa fjölmargar ár flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á íbúðarbyggð. Talið er að fjárhagslegt tjón vegna flóðanna nemi nærri hundrað milljörðum króna. 24.6.2005 00:01
Sprengjum varpað á uppreisnarmenn Súdanski herinn varpaði í morgun sprengjum á uppreisnarmenn sem berjast gegn stjórnvöldum í landinu. Talsmaður uppreisnarmannanna segir orustuflugvélar hafa varpað hverri sprengjunni á fætur annarri og verið sé að flytja burt slasaða. Enn hefur ekki frést af mannfalli. 24.6.2005 00:01
Læknar komi að yfirheyrslum Læknar í fangelsinu á Guantanamo-flóa á Kúbu hafa aðstoðað fangaverði við útfærslu á grimmdarlegum yfirheyrslum. Í viðtölum bandaríska dagblaðsins <em>New York Times</em> við nokkra fangaverði kemur fram að læknar hafi gefið þeim upplýsingar um hvernig mætti notfæra sér fælni fanganna til þess að fá þá til að leysa frá skjóðunni. 24.6.2005 00:01
Önnur umferð kosninga í Íran Önnur umferð forsetakosninga í Íran hófst í morgun. Valið stendur á milli umbótasinnans Akbars Rafsanjani og harðlínumannsins Mahmouds Akmadinsjads. Kosningarnar skipta miklu máli um framtíð Írans enda eru frambjóðendurnir tveir eins og svart og hvítt. 24.6.2005 00:01
Geti ekki fækkað hermönnum strax Bandaríkin ættu ekki einu sinni að íhuga að fækka hermönnum í Írak næstu árin. Þetta er haft eftir hershöfðngjum innan Bandaríkjahers í Írak í nýjasta tímariti <em>Economist</em>. George Bush Bandaríkjaforseti og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hafa ítrekað talað um að írakski herinn sé vel á veg kominn til að verja land sitt og Bandaríkjamenn geti hafið brottfluttning í áföngum þegar í upphafi næsta árs. 24.6.2005 00:01
Launamunur skýrist af ýmsum þáttum Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð, SN, segja ítarlegar rannsóknir sínar á launamun kynjanna sýna að hann skýrist að mestu leyti af þáttum á borð við aldur, starfsval, menntun og gerð fyrirtækja. Að teknu tilliti til þessara þátta sé munurinn 4,8 prósent en minnki enn ef skoðuð er ábyrgð, til dæmis fjöldi undirmanna eða fjárhæðir sem ábyrgð er borin á, eða starfsaldur hjá viðkomandi fyrirtæki. 24.6.2005 00:01
Árekstrum við lögreglubíla fjölgar Fólki sem ferst eða slasast alvarlega í árekstrum við lögreglubifreiðar sem bruna á vettvang hefur fjölgað um sextíu prósent á einu ári í Bretlandi. Yfir tvö þúsund manns slösuðust í slysum af þessu tagi í Englandi og Wales á milli apríl 2003 og 2004 og fjölgaði þeim um 700 miðað við sama tíma árið áður. 24.6.2005 00:01
Lítill árangur í Ulsan Fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu lauk í dag með litlum árangri. Hvorki gekk né rak að taka ákvarðanir eða marka nýja stefnu og er staðan því óbreytt. 24.6.2005 00:01
Jarðarbúar nærri 6,5 milljarðar Mannkyninu fjölgar jafnt og þétt og eru íbúar jarðarinnar nú nærri 6,5 milljarðar samkvæmt upplýsingum frá frönsku lýðfræðirannsóknastofnuninni. Helmingur íbúanna býr í aðeins sex löndum: Kína, Indlandi, Bandaríkjunum, Indónesíu, Brasilíu og Pakistan. Sextíu og einn af hverjum hundrað íbúum jarðar býr í Asíu, fjórtán í Afríku, ellefu í Evrópu, níu í Suður-Ameríku, fimm í Norður-Ameríku og tæplega einn í Ástralíu. 24.6.2005 00:01
Þrettán CIA-menn verði handteknir Dómari á Ítalíu hefur skipað fyrir um handtöku þrettán útlendinga sem tengjast bandarísku leyniþjónustunni CIA. Þeim er gefið að sök að hafa rænt egypskum kaupsýslumanni á götu í Mílanó og flutt hann nauðugan til Egyptalands þar sem hann var yfirheyrður. Maðurinn var grunaður um tengsl við hryðjuverkamenn og að hafa barist í Afganistan og Bosníu. 24.6.2005 00:01
Vill Bandaríkjaher burt hið fyrsta Bandaríkin ættu ekki einu sinni að íhuga að fækka hermönnum í Írak næstu árin, að mati bandarískra hershöfðingja. Forsætisráðherra Íraks vill hins vegar að þeir fari við fyrsta mögulega tækifæri. 24.6.2005 00:01
Opnunartími kjörstaða framlengdur Kjörstjórn í Íran hefur ákveðið að framlengja opnunartíma kjörstaða í landinu um klukkutíma vegna þess hversu margir bíða eftir því að fá að kjósa, en seinni umferð forsetakosninga fer fram þar í landi. Kjörstaðir voru opnaðir kl. hálffimm í morgun að íslenskum tíma og átti að loka þeim nú klukkan hálfþrjú en því hefur sem sagt verið breytt til hálffjögur. 24.6.2005 00:01
Þurfti að „umbera“ finnskan mat Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur tekist að móðga Finna svo herfilega með athugasemdum um matinn þeirra og forsetann að margir Finnar hyggjast hætta að kaupa ítalskar vörur. Berlusconi ku hafa sagt að hann hefði þurft að umbera finnskan mat einhvern tímann og hann hefði þurft að beita öllum glaumgosabrögðum sínum til að sannfæra Törju Halonen, forseta Finnlands, um að hætta að sækjast eftir að fá Evrópsku matvælaöryggisstofnunina til Finnlands. 24.6.2005 00:01
Uppbyggingarstarf geti tekið 10 ár Þrátt fyrir að framlög til uppbyggingar hafi aldrei verið meiri en eftir fljóðbylgjuna í Suðaustur-Asíu annan dag jóla í fyrra mun það taka allt að tíu ár að ljúka uppbyggingarstarfinu. Þetta segir Jan Egeland sem fer fyrir neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna á svæðinu við Indlandshaf. 24.6.2005 00:01
Gerðu 4,2 tonn af kókaíni upptæk Lögregla í Portúgal greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á 4,2 tonn af kókaíni á dögunum. Efnið fannst í vörugeymslu í bænum Almeirim austur af höfuðborginni Lissabon og voru tveir Portúgalir og tveir Kólubíumenn handteknir í tengslum við aðgerðirnar. Þetta er mesta magn eiturlyfja sem Europol, lögreglustofnun Evrópusambandsins, hefur lagt hald í ár en samkvæmt portúgölsku lögreglunni var kókaínið ætlað fyrir Spánarmarkað. 24.6.2005 00:01
Flugvöllur lokaður vegna verkfalls Flug til og frá flugvellinum í Bagdad í Írak liggur nú niðri eftir að verktakar á vegum bresks öryggisfyrirtækis fóru í verkfall um hádegisbil vegna deilna fyrirtækisins og Íraksstjórnar um greiðslur. Breskar fyrirtækið Global Risk Strategies hefur um 500 starfsmenn á flugvellinum sem ætlað er að gæta öryggis á flugvellinum. Þeir hafa nú allir lagt niður vinnu, að sögn breska fyrirtækisins vegna þess að Íraksstjórn hefur ekki staðið við gerða samninga. 24.6.2005 00:01
Útflutningur kvikasilfurs bannaður Umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu um það á fundi sínum í dag að banna útflutning á kvikasilfri fyrir árslok 2010. Þá vilja þeir einnig draga úr notkun málmsins í hitamælum og vinna að því á alþjóðavettvangi að draga úr losun þessa fljótandi málms í náttúrunni. 24.6.2005 00:01
Bandarískir hermenn felldir í Írak Talið er að sex bandarískir hermenn hafi látist í bílsprengjuárás á herlest þeirra í Fallujah í Írak í dag. Lík af tveimur mannanna hafa fundist en samkvæmt talsmanni Bandaríkjahers er hinna fjögurra saknað. Árásin var gerð síðla dags að írökskum tíma, en árásir þar hafa verið fátíðar eftir að hersveitir Íraka og Bandaríkjamanna sóttu þar hart fram gegn andspyrnumönnum fyrir nokkrum mánuðum. 24.6.2005 00:01
Fæðingarþunglyndi geti hrjáð feður Feður geta líka þjáðst af fæðingarþunglyndi og það sem meira er - börn feðra sem kljást við fæðingarþunglyndi eru margfalt líklegri til að eiga við ýmiss konar hegðunarvandamál að stríða á ævinni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar nokkurra lækna við Bristol og Oxford-háskóla í Bretlandi. 8.340 feður voru rannsakaðir og kom í ljós að þrjú og hálft prósent þeirra greindust með einhvers konar fæðingarþunglyndi. 24.6.2005 00:01
Kjörfundur lengdur aftur Yfirvöld í Íran framlengdu í annað sinn opnunartíma kjörstaða í seinni umferð forsetakosninga í landinu í dag vegna langra biðraða við kjörstaði. Upphaflega stóð til að loka kjörstöðum klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma en þeir verða nú opnir til hálfsex. 24.6.2005 00:01
Blettatígrum fjölgar í Washington Fimm blettatígurshvolpar voru í fyrsta sinn í dag leiddir fyrir sjónir almennings í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum. Hvolparnir fæddust í garðinum fyrir 10 vikum og eru aðeins annar hvolpahópurinn sem kemur þar í heiminn í 116 ára sögu dýragarðsins. 24.6.2005 00:01
Hvalveiðisinnar guldu afhroð Hvalveiðisinnar guldu afhroð á fundi alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk í Suður-Kóreu í morgun. Þó að nafnið gefi til kynna að þar sé á ferðinni ráð sem hafi umsjón með veiðum, er meirihluti aðildarríkjanna á því að friða hvali með öllu. 24.6.2005 00:01
Boðið upp á hvalkjötsborgara Japönsk skyndibitakeðja hefur ekki áhyggjur af því þótt Japanar séu harðlega gagnrýndir fyrir hvalveiðar og áform um að auka þær. Hefur skyndibitakeðjan, sem er á eynni Hokkaido, tekið upp á því að bjóða upp á hrefnukjötsborgara á 240 krónur og segja forsvarsmenn hennar að með þessari nýjung gefist tækifæri til að nýta hvalkjötsbirgðir landsmanna sem séu allverulegar. 24.6.2005 00:01
Berlusconi orðhákur Finnska sendiráðið á Ítalíu hefur sent formlega kvörtun til Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna ummæla sem hann lét falla um Tarju Halonen, forseta Finnlands. 24.6.2005 00:01
Kúariðusmit staðfest Prófanir hafa staðfest að kýr sem drapst í Bandaríkjunum fyrir skemmstu var sýkt af kúariðu. Þetta er annað kúariðutilfellið sem kemur upp þar vestanhafs en hið fyrra kom upp í desember árið 2003. 24.6.2005 00:01
Fundað í Washington George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hittust í Washington í gær og ræddu stöðu og horfur í landi hins síðarnefnda. 24.6.2005 00:01
Mannskæð flóð í Kína Í það minnsta 536 manns fórust í árlegum sumarflóðum í suðurhluta Kína. Nauðsynlegt hefur verið að flytja hundruð þúsunda manna frá heimilum sínum. 24.6.2005 00:01
Klofin þjóð gengur að kjörborðinu Íranar gengu að kjörborðinu í gær í annað sinn á einni viku. Hashemi Rafsanjani og Mamhoud Ahmadinejad tókust á um forsetaembættið en vitað var að mjótt yrði á mununum. Endanleg úrslit liggja fyrir í dag. 24.6.2005 00:01
Sjö bílsprengjur í Bagdad í nótt Minnst þrjátíu og átta eru látnir og um það bil eitt hundrað særðir eftir sjö bílsprengingar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í nótt. Rétt fyrir miðnætti sprungu fjórar bílsprengjur í íbúðahverfi sjíta í höfuðborginni með þeim afleiðingum að tuttugu og þrír létust. Al-Qaida hefur lýst ábyrgð á þeim árásum. 23.6.2005 00:01
Blair: ESB verði endurskilgreint Það verður að endurskilgreina Evrópusambandið í grundvallaratriðum. Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á fundi með Evrópuþinginu í morgun. 23.6.2005 00:01
Skotið á hjálparstarfsmann Skotið var á hjálparstarfsmann á hamfarasvæðunum í Inónesíu í gær. Starfsmaðurinn er ekki í lífshættu en vegarspotta í nágrenninu hefur verið lokað til öryggis, enda er þetta í fyrsta sinn sem atvik af þessu tagi á sér stað í alla þá sex mánuði sem hjálparstarfið hefur staðið yfir. Ekki liggur enn fyrir hver var að verki eða hvers vegna. 23.6.2005 00:01
Hitabylgja í París Íbúar Parísar fara ekki varhluta af sumrinu. Hitabylgja hefur verið í borginni undanfarna daga og hefur hitinn vart farið undir þrjátíu gráður þegar sólin er hæst á lofti. Bæði túristar og heimamenn nýta sér gosbrunna borgarinnar til hins ítrasta til að kæla sig niður, enda líklega fullheitt til þess að standa í stórtækum skoðunarferðum. 23.6.2005 00:01
Engin skömm fyrir ESB Tony Blair segir enga skömm felast í því fyrir Evrópusambandið að fara í gegnum endurnýjun, nú þegar nærri fimmtíu ár séu liðin frá stofnun þess. Forsætisráðherrann sagði í morgun að endurskilgreina verði sambandið í grundvallaratriðum. 23.6.2005 00:01
Krefjast afsagnar Lahouds forseta Sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga í Líbanon krefjast þess að Emile Lahoud, forseti landsins, segi starfi sínu lausu. Flokkurinn er andsnúinn Sýrlendingum og forsvarsmenn hans segja Sýrlendinga bera ábyrgð á morðinu á fyrrum leiðtoga kommúnista nú í vikunni. 23.6.2005 00:01
Grunaðir um brot á kosningalögum Nærri þrjátíu Íranar hafa verið handteknir vegna gruns um brot á kosningalögum í síðustu viku. Mönnunum er flestum gefið að sök að hafa dreift áróðri á geisladiskum og á öðru tölvutæku formi en það er ólöglegt í Íran að hafa uppi órökstuddar dylgjur í pólitískum tilgangi í aðdraganda kosninga. Síðari umferð kosninganna fer fram á morgun. 23.6.2005 00:01
Fæðingarþunglyndi hjá báðum kynjum Fæðingarþunglyndi er ekki einungis bundið við konur. Ný bresk rannsókn bendir til þess að karlmenn geti þjáðst af fæðingarþunglyndi, en þó mun sjaldnar en konur. Börn karla sem þjást af slíku þunglyndi eru helmingi líklegri en önnur börn til þess að eiga við hegðunarvanda að stríða. 23.6.2005 00:01
Dæmdur fyrir 40 ára gamalt morð Fyrrverandi aðili að Ku Klux Klan samtökunum var dæmdur í sextíu ára fangelsi í dag fyrir að hafa skipulagt morð á þremur mönnum, sem skráðu svarta kjósendur í Missisippi, fyrir fjörutíu árum. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og var umfjöllunarefni myndarinnar <em>Mississippi Burning</em> sem kom út árið 1988. 23.6.2005 00:01
Stríðið ekki að tapast Stríðið í Írak er ekki að tapast og Bandaríkjamenn munu halda áfram að berjast gegn uppreisnarmönnum eins lengi og til þarf. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í yfirheyrslum þingnefndar öldungadeildar um stríðið í Írak sem staðið hafa yfir í dag. 23.6.2005 00:01
Hitabylgja á Ítalíu Hitabylgja geisar á Ítalíu. Í höfuðborginni Róm hafa sveittir ferðamenn og heimamenn flykkst að hinum fræga Trevi-gosbrunni í þeim tilgangi að kæla sig niður og busla í vatninu. Undanfarna daga hefur hitinn í Róm farið vel yfir 30 gráður og spá veðurfræðingar því að hitabylgjan vari fram í næstu viku. Ungu kynslóðinni finnst gaman að nota tækifærið og busla á meðan þeir eldri kjósa að halda sig í skugganum. 23.6.2005 00:01
Sýndi enga iðrun Edgar Ray Killen fékk í gær sextíu ára fangelsisdóm, tuttugu ár fyrir hvert mannsdrápanna þriggja sem hann var sakfelldur fyrir á þriðjudag. Killen var talinn hafa leitt hóp Klu Klux Klan-manna sem myrtu þrjá baráttumenn fyrir mannréttindum árið 1964. 23.6.2005 00:01
Vill endurnýja ESB frá grunni Forsætisráðherra Bretlands vill láta endurnýja Evrópusambandið frá grunni. Hann segir slíka endurnýjun tækifæri fyrir ESB til að mæta áskorunum í breyttu alþjóðasamfélagi. 23.6.2005 00:01