Erlent

Drukku ólöglegt brugg og létust

Að minnsta kosti 21 Keníamaður er látinn eftir að hafa drukkið ólöglegt brugg í þorpi skammt frá Naíróbí, höfuðborg Kenía, í gær. Þá liggja 36 á spítala vegna drykkjunnar og eru átta þeirra í lífshættu en tíu til viðbótar hafa misst sjónina af völdum drykksins. Fólkið mun hafa fengið bruggið á krá í þorpinu og veiktist í kjölfarið heiftarlega. Að sögn lækna á staðnum leikur grunur á að þeir hafi neytt metanóls sem er eitrað en verið er að rannsaka efnasamsetningu drykksins görótta til þess að staðfesta það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×