Erlent

Grunur um fuglaflensu í Japan

Grunur leikur á að fuglaflensa hafi valdið því að hundruð hænsna í austurhluta Japans drápust fyrr á þessu ári. Nokkur hundruð hænsn drápust á kjúklingabúi þar sem eru að jafnaði á þriðja tug þúsunda hænsna og telja embættismenn á svæðinu nú að hugsanlega megi rekja þetta til fuglaflensu. Í fyrra greindist fuglaflensa í Japan og í kjölfarið voru 240 þúsund kjúklingar drepnir og 20 milljónum eggja fargað til að hefta frekari útbreiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×