Erlent

Hitabylgja á Ítalíu

Enn ein hitabylgjan gengur nú yfir Ítalíu. Heilbrigðisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til eldri borgara að halda sig heima við og mælist til þess að yfirvöld fylgist vel með eldra fólki sem býr eitt. Í hittifyrra létust um átta þúsund Ítalir í mikilli hitabylgju sem gekk yfir landið og vilja yfirvöld reyna að koma í veg fyrir að ástandið verði jafn slæmt nú. Hitinn í Mílanó og Flórens var á milli þrjátíu og fimm og fjörutíu gráður í dag og bændur kvarta sáran, því vatnsmagnið í ám og vötnum á Norður-Ítalíu er rétt um helmingur af því sem það er yfirleitt á þessum árstíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×