Erlent

Forseti Filippseyja segist saklaus

Mikil mótmæli hafa verið á Filippseyjum að undanförnu gegn Gloriu Arroyo, forseta landsins, en hún er sökuð um að hafa staðið að kosningasvindli. Nýlega komst almenningur á snoðir um að til væri upptaka af konu sem hljómar eins og Arroyo, þar sem hún heyrist ræða við kosningastarfsmann um hvernig tryggja ætti milljón atkvæði í kosningunum sem hún vann í fyrra. Í sjónvarpsávarpi baðst Arroyo afsökunar á því að hafa rætt við starfsmanninn, en sagði að hún hefði ekki gert neitt rangt og ætli sér ekki að segja af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×