Erlent

Fangelsum fjölgað í Írak

Bandaríkjamenn áforma að byggja ný fangelsi í Írak og stækka þau sem fyrir eru þannig að halda megi allt að 16.000 manns í einu. Tæplega tíu þúsund manns eru í varðhaldi í þremur herfangelsum Bandaríkjamanna í Írak, þar af eru um 400 erlendir vígamenn. Fjöldi fanganna hefur tvöfaldast á einu ári. Formælandi Bandaríkjamanna í fangelsismálum í Írak segir að fjölgunin skýrist af velheppnuðum aðgerðum gegn uppreisnarmönnum. Fréttir af mannfalli segja hins vegar aðra sögu því talið er að 2.180 manns hafi látist í árásum síðan íraska ríkisstjórnin tók við völdum í apríllok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×