Erlent

Olíutunnan gæti náð 100 dollurum

MYND/Reuters
Olíuverð gæti náð hundrað dollurum á tunnuna haldi þróunin áfram eins og nú. Þetta er mat þýskra sérfræðinga. Olíufatið kostar nú um 60 dollara á heimsmarkaði og hefur aldrei kostað meira. Það eru hins vegar enn líkur á frekari hækkunum, að mati Gernots Klepper hjá Heimsviðskiptarannsóknarstofnuninni í Kiel í Þýskalandi. Hann telur að verðið geti farið upp í hundrað dollara á fatið. Hann telur ekki þurfa mikið til. Verði efnahagsvöxtur á heimsvísu á milli þrjú og fjögur prósent á ári, haldi ófriðurinn í Írak áfram og olíulindir í Sádi-Arabíu verði skotmörk, eins og gerst hefur, og versni ástandið í Rússlandi telur hann líklegt að verðið snarhækki. Klepper telur að stjórnmálamenn verði bæði að gera sér grein fyrir þessum hugsanlega vanda og grípa inn í til að forðast hann. Hann telur ekki vænlegt að stóla á kjarnorku til langs tíma heldur væri nær að finna aðrar lausnir. Þýskir olíusérfræðingar segja víst að olíuverð muni enn hækka á næstunni sökum mikillar eftirspurnar, einkum í Bandaríkjunum, og spá því að verðið á fatinu geti farið yfir 70 dollara innan tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×