Erlent

Fimm námumenn létust í Úkraínu

Fimm námumenn létu lífið og að minnsta kosti þrír slösuðust illa í sprengingu í kolanámu í Lviv-héraði í Úkraínu í gær. Sprengingin varð vegna metangass og voru 56 námumenn að störfum þegar hún varð á 550 metra dýpi. 4300 kolanámumenn hafa farist í úkraínskum kolanámum síðan Sovétríkin féllu árið 1991. Gömul tæki og tækni, lítil áhersla á öryggismál, mikið metangasstreymi og almenn vanræksla hefur gert það að verkum að sjötíu og fimm prósent allra kolanáma í Úkraínu eru talin mjög hættuleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×