Harðlínumenn með tögl og hagldir 25. júní 2005 00:01 Mahmoud Ahmadinejad vann stórsigur í írönsku forsetakosningunum og hafa harðlínumenn í landinu þar með flest völd í höndum sér. Ríkisstjórnir Bandaríkjamanna og Breta taka úrslitunum af varfærni en gagnrýna þó framkvæmd kosninganna. Í kosningunum á föstudaginn var kosið á milli þeirra Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseta og Mahmoud Ahmadinejad, borgarstjóra í Teheran. Kjörsókn var allgóð en þegar yfir lauk höfðu um 59 prósent kjósenda neytt atkvæðisréttar síns. Það er örlitlu lakari kjörsókn en í fyrri umferðinni en þá kusu 63 prósent. Búist var við að mjótt yrði á mununum í kosningunum og raunar bentu fyrstu tölur til að Rafsanjani hefði farið með sigur af hólmi. Þegar talið hafði verið upp úr kössunum kom hins vegar í ljós að Ahmadinejad hafði unnið stórsigur. Hann fékk 61,6 atkvæða en keppinautur hans aðeins 35,9 prósent. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar lofaði hinn nýi forseti að sætta þjóðina en um leið reyndi hann að sannfæra fólk um að hann myndi halda áfram markvissri efnahagsuppbyggingu landsins. Talsmaður Ahmadinejad sagði að stuðningsmenn forsetans myndu nú halda í moskur og "þakka Guði fyrir þennan mikla sigur." Eftir kosningarnar í fyrradag fara harðlínumenn nú með öll völd í írönskum stjórnmálum en þeir sigruðu í þingkosningunum á síðasta ári. Raunveruleg völd í landinu liggja hins vegar hjá æðsta ráði klerkanna. Búast má við að Ahmadejad verði Vesturlöndunum óþægur ljár í þúfu, ekki síst þegar kemur að viðræðum um kjarnorkumál. Joanne Moore, formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að kosningarnar kölluðu ekki á stefnubreytingu hjá stjórninni í Washington til Írans en hún gagnrýndi jafnframt framkvæmd þeirra. Í svipaðan streng tók Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands en hann sagði "alvarlega ágalla" hafa verið á kjörfundinum og benti á máli sínu til stuðnings að fjölmörgum borgurum, þar á meðal konum, hefði verið meinað að bjóða sig fram. Nokkuð var um kvartanir til íranska innanríkisráðuneytisins vegna áróðurs stuðningsmanna frambjóðenda en fá alvarlegt atvik komu upp. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Mahmoud Ahmadinejad vann stórsigur í írönsku forsetakosningunum og hafa harðlínumenn í landinu þar með flest völd í höndum sér. Ríkisstjórnir Bandaríkjamanna og Breta taka úrslitunum af varfærni en gagnrýna þó framkvæmd kosninganna. Í kosningunum á föstudaginn var kosið á milli þeirra Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseta og Mahmoud Ahmadinejad, borgarstjóra í Teheran. Kjörsókn var allgóð en þegar yfir lauk höfðu um 59 prósent kjósenda neytt atkvæðisréttar síns. Það er örlitlu lakari kjörsókn en í fyrri umferðinni en þá kusu 63 prósent. Búist var við að mjótt yrði á mununum í kosningunum og raunar bentu fyrstu tölur til að Rafsanjani hefði farið með sigur af hólmi. Þegar talið hafði verið upp úr kössunum kom hins vegar í ljós að Ahmadinejad hafði unnið stórsigur. Hann fékk 61,6 atkvæða en keppinautur hans aðeins 35,9 prósent. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar lofaði hinn nýi forseti að sætta þjóðina en um leið reyndi hann að sannfæra fólk um að hann myndi halda áfram markvissri efnahagsuppbyggingu landsins. Talsmaður Ahmadinejad sagði að stuðningsmenn forsetans myndu nú halda í moskur og "þakka Guði fyrir þennan mikla sigur." Eftir kosningarnar í fyrradag fara harðlínumenn nú með öll völd í írönskum stjórnmálum en þeir sigruðu í þingkosningunum á síðasta ári. Raunveruleg völd í landinu liggja hins vegar hjá æðsta ráði klerkanna. Búast má við að Ahmadejad verði Vesturlöndunum óþægur ljár í þúfu, ekki síst þegar kemur að viðræðum um kjarnorkumál. Joanne Moore, formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að kosningarnar kölluðu ekki á stefnubreytingu hjá stjórninni í Washington til Írans en hún gagnrýndi jafnframt framkvæmd þeirra. Í svipaðan streng tók Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands en hann sagði "alvarlega ágalla" hafa verið á kjörfundinum og benti á máli sínu til stuðnings að fjölmörgum borgurum, þar á meðal konum, hefði verið meinað að bjóða sig fram. Nokkuð var um kvartanir til íranska innanríkisráðuneytisins vegna áróðurs stuðningsmanna frambjóðenda en fá alvarlegt atvik komu upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira