Harðlínumenn með tögl og hagldir 25. júní 2005 00:01 Mahmoud Ahmadinejad vann stórsigur í írönsku forsetakosningunum og hafa harðlínumenn í landinu þar með flest völd í höndum sér. Ríkisstjórnir Bandaríkjamanna og Breta taka úrslitunum af varfærni en gagnrýna þó framkvæmd kosninganna. Í kosningunum á föstudaginn var kosið á milli þeirra Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseta og Mahmoud Ahmadinejad, borgarstjóra í Teheran. Kjörsókn var allgóð en þegar yfir lauk höfðu um 59 prósent kjósenda neytt atkvæðisréttar síns. Það er örlitlu lakari kjörsókn en í fyrri umferðinni en þá kusu 63 prósent. Búist var við að mjótt yrði á mununum í kosningunum og raunar bentu fyrstu tölur til að Rafsanjani hefði farið með sigur af hólmi. Þegar talið hafði verið upp úr kössunum kom hins vegar í ljós að Ahmadinejad hafði unnið stórsigur. Hann fékk 61,6 atkvæða en keppinautur hans aðeins 35,9 prósent. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar lofaði hinn nýi forseti að sætta þjóðina en um leið reyndi hann að sannfæra fólk um að hann myndi halda áfram markvissri efnahagsuppbyggingu landsins. Talsmaður Ahmadinejad sagði að stuðningsmenn forsetans myndu nú halda í moskur og "þakka Guði fyrir þennan mikla sigur." Eftir kosningarnar í fyrradag fara harðlínumenn nú með öll völd í írönskum stjórnmálum en þeir sigruðu í þingkosningunum á síðasta ári. Raunveruleg völd í landinu liggja hins vegar hjá æðsta ráði klerkanna. Búast má við að Ahmadejad verði Vesturlöndunum óþægur ljár í þúfu, ekki síst þegar kemur að viðræðum um kjarnorkumál. Joanne Moore, formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að kosningarnar kölluðu ekki á stefnubreytingu hjá stjórninni í Washington til Írans en hún gagnrýndi jafnframt framkvæmd þeirra. Í svipaðan streng tók Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands en hann sagði "alvarlega ágalla" hafa verið á kjörfundinum og benti á máli sínu til stuðnings að fjölmörgum borgurum, þar á meðal konum, hefði verið meinað að bjóða sig fram. Nokkuð var um kvartanir til íranska innanríkisráðuneytisins vegna áróðurs stuðningsmanna frambjóðenda en fá alvarlegt atvik komu upp. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Mahmoud Ahmadinejad vann stórsigur í írönsku forsetakosningunum og hafa harðlínumenn í landinu þar með flest völd í höndum sér. Ríkisstjórnir Bandaríkjamanna og Breta taka úrslitunum af varfærni en gagnrýna þó framkvæmd kosninganna. Í kosningunum á föstudaginn var kosið á milli þeirra Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseta og Mahmoud Ahmadinejad, borgarstjóra í Teheran. Kjörsókn var allgóð en þegar yfir lauk höfðu um 59 prósent kjósenda neytt atkvæðisréttar síns. Það er örlitlu lakari kjörsókn en í fyrri umferðinni en þá kusu 63 prósent. Búist var við að mjótt yrði á mununum í kosningunum og raunar bentu fyrstu tölur til að Rafsanjani hefði farið með sigur af hólmi. Þegar talið hafði verið upp úr kössunum kom hins vegar í ljós að Ahmadinejad hafði unnið stórsigur. Hann fékk 61,6 atkvæða en keppinautur hans aðeins 35,9 prósent. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar lofaði hinn nýi forseti að sætta þjóðina en um leið reyndi hann að sannfæra fólk um að hann myndi halda áfram markvissri efnahagsuppbyggingu landsins. Talsmaður Ahmadinejad sagði að stuðningsmenn forsetans myndu nú halda í moskur og "þakka Guði fyrir þennan mikla sigur." Eftir kosningarnar í fyrradag fara harðlínumenn nú með öll völd í írönskum stjórnmálum en þeir sigruðu í þingkosningunum á síðasta ári. Raunveruleg völd í landinu liggja hins vegar hjá æðsta ráði klerkanna. Búast má við að Ahmadejad verði Vesturlöndunum óþægur ljár í þúfu, ekki síst þegar kemur að viðræðum um kjarnorkumál. Joanne Moore, formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að kosningarnar kölluðu ekki á stefnubreytingu hjá stjórninni í Washington til Írans en hún gagnrýndi jafnframt framkvæmd þeirra. Í svipaðan streng tók Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands en hann sagði "alvarlega ágalla" hafa verið á kjörfundinum og benti á máli sínu til stuðnings að fjölmörgum borgurum, þar á meðal konum, hefði verið meinað að bjóða sig fram. Nokkuð var um kvartanir til íranska innanríkisráðuneytisins vegna áróðurs stuðningsmanna frambjóðenda en fá alvarlegt atvik komu upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira