Erlent

Leitað að dularfullu kattardýri

Mikil leit stendur yfir í Hollandi af dularfullu kattardýri sem sést hefur nokkrum sinnum í austurhluta landsins. Ekki er vitað hverrar tegundar dýrið er þrátt fyrir að myndir hafi náðst af því, en talið er líklegt að um stórt frumskógarkattardýr sé að ræða. Kallað var á sérfræðing til þess að greina hverrar tegundar skepnan er en þar sem hann sá skepnuna úr töluverðri fjarlægð gat hann ekki skorið úr um það. Dýrið er talið halda sig í skógum í austurhluta Hollands en hefur nokkrum sinnum hætt sér út á bersvæði þar sem sést hefur til þess. Yfirvöld hafa girt af svæðið og veiðimenn leita dýrsins nú vopnaðir deyfibyssum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×