Erlent

Ellefu drepnir í Samarra í dag

Að minnsta kosti ellefu manns létust og 20 særðust í tveimur árásum í bænum Samarra norður af Bagdad í Írak í dag. Í fyrra skiptið var um að ræða sjálfsmorðsárás þar sem maður sprengdi sig og bíl sinn í loft upp fyrir utan heimili yfirmanns í sérsveit Írakshers. Níu létust í tilræðinu. Stuttu eftir árásina sprakk sprengja við veg í bænum og þar létust tveir auk þess fjögur hús eyðilögðust. Fyrr í dag létust átta lögreglumenn þegar 20 byssumenn réðust til inngöngu í lögreglustöð fyrir utan Ramadi, höfuðstað Anbar-héraðs, en þar hafa árásir uppreisnarmanna verið tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×