Erlent

Á fjórða tug fórust í Mosul

Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Í gær fórst á fjórða tug manna í sprengjuárásum í Bagdad og Mosul. Fyrst var pallbíl hlöðnum sprengiefni ekið inn í lögreglustöð í miðborg Mosul og létust 10 lögreglumenn í sprengingunni. Sprengiefnið var falið í vatnsmelónum sem hlaðið var á pall bílsins. Tvær sjálfsmorðsprengjuárásir til viðbótar fylgdu síðar um daginn í borginni. Maður sprengdi sig í loft upp á bílastæði utan við höfuðstöðvar íraska hersins og varð 16 manns að bana og særði sjö til viðbótar. Þriðji árásarmaðurinn sprengdi sig svo í loft upp á spítala í borginni skömmu síðar og grandaði fimm lögreglumönnum og særði tólf. Mosul er þriðja stærsta borg Írak, um 360 kílómetra norðvestan við Bagdad. Sprengja grandaði einnig einum bandarískum hermanni í miðborg Bagdad í gærmorgun og særði tvo aðra. Að minnsta kosti 1735 bandarískir hermenn hafa þá látist síðan innrásin í Írak hófst í mars 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×