Erlent

Flóðin í Kína í rénun

Svo virðist sem flóðin í suðurhluta Kína, sem valdið hafa miklum usla undanfarnar vikur, séu í hægri rénun. Alls hafa 567 látist í flóðunum og þá er enn 165 saknað. Flóðin má rekja til árlegra rigninga sem valda því að ár flæða yfir bakka sína en einnig hafa aurskriður fallið á þorp og bæi. Hús í borginni Wuzhou sem stendur við bakka árinnar Xijang eru til að mynda mörg hver á kafi og hafa fjölmargir íbúar þurft að flýja til hærri svæða vegna þess. Flóðin í ár eru að sögn kínverskra fjölmiðla nokkuð yfir meðallagi og sama er að segja um manntjón en rúmlega 1,5 milljónir manna í sex héruðum í suðurhluta Kína hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×