Erlent

Saumuðu varir fangans saman

Sjö lögreglumönnum hefur verið sagt upp í Pakistan eftir að upp komst að þeir hafi saumað saman varir á fanga sem var í þeirra vörslu. Skýringin sem gefin var á athæfinu var sú að fanginn hafi mótmælt pyntingum sem lögreglumennirnir hafi verið að beita hann. Yfirmaður lögreglumannanna segir málið nú vera í rannsókn. Mannréttindasamtök í Pakistan segja pyntingar vera algengar í fangelsum landsins og menn séu sjaldnast dregnir til ábyrgðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×