Erlent

Réðust á flóttamannabúðir í Úganda

Rúmlega 100 uppreisnarmenn fóru í dag ránshendi um flóttamannabúðir í norðurhluta Úganda ásamt því að ráðast gegn íbúum búðanna. Ekki er ljóst hvort einhverjir létust eða særðust í árásinni en uppreisnarmennirnir létu greipar sópa í matargeymslum búðanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir hjálparstarfsmanni í búðunum að hópurinn hafi komið frá suðurhluta Súdans og yfir landamærin, en talið er að hann tilheyri andspyrnusveitunum LRA sem þekktar eru fyrir grimmdarverk á svæðinu. Langvinn átök hafa verið í Úganda og hafa róstur aukist í landinu eftir að friðarviðræður stjórnvalda og uppreisnarmanna fóru út um þúfur í febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×