Erlent

Ahmadinejad kjörinn forseti Írans

MYND/AP
Harðlínumenn báru sigur úr býtum í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Mahmoud Ahmadinejad, sem er borgarstjóri í Teheran og mjög íhaldssamur, vann stórsigur á mótframbjóðanda sínum. Ahmadinejad virðist einkum hafa hlotið stuðning fátækari og trúaðri kjósenda en framsæknari, frjálslyndari og auðugri borgarar studdu Akbar Rafsanjani sem boðaði umbætur. Stuðningsmenn hans óttuðust íslamska harðlínustefnu og að frjálslyndar umbætur færu veg allrar veraldar fyrir vikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×