Erlent

Stór hluti fjárframlaga til ríkra

Stór hluti fjárframlaga og hjálparinnar til handa fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Asíu fór til þeirra sem auðugastir eru samkvæmt nýrri skýrslu sem bresku góðgarðarsamtökin Oxfam hafa tekið saman. Fátækir, sem þurftu einna helst á hjálp að halda fengu einna minnst á meðan mest lenti í vasa stóreignafólks, bæði kaupsýslumanna og landeigenda. Fátækir eru jafnframt mun lengur í flóttamannabúðum og eiga erfiðara með að koma fótunum undir sig á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×