Erlent

Handtóku grunaða uppreisnarmenn

Ísraelskir hermenn handtóku í morgun 14 félaga í palestínsku samtökunum Heilögu stríði á Vesturbakkanum. Handtakan kemur í kjölfar þess að byssumenn drápu íraelskan landnema í gær en þess ber að geta að engin samtök höfðu lýst tilræðinu á hendur sér. Ísraelsk hermálayfirvöld hafa undanfarna daga handtekið rúmlega 60 grunaða uppreisnarmenn úr röðum Palestínumanna en vaxandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs ógna vopnahléi sem Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sömdu um í febrúar síðastliðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×