Erlent

Íbúðaverð fer hækkandi

Talsverð þensla hefur verið á norskum fasteignamarkaði undanfarin misseri. Íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 4,1 prósent á milli fyrsta og annars ársfjórðung þessa árs en hefur síðan 1993 hækkað um 103,7 prósent. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs einungis hækkað um fjórðung. Lágir vextir og traustur efnahagur eru sagðar orsakir verðhækkananna. Terje Hansen hagfræðiprófessor sagði í viðtali við Aftenposten að til þess að slá á þensluna mætti afnema vaxtabætur því þá myndi spurn eftir lánsfé dragast saman. Ólíklegt er þó að pólitísk samstaða náist um það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×