Erlent

Þeir hæfustu fá landvist

Danska ríkisstjórnin íhugar að gera breytingar á innflytjendalöggjöf sinni með það fyrir augum að laða til landsins fleiri vel menntaða útlendinga. Stjórnin ræðir nú hvort taka eigi upp svonefnt punktakerfi til þess að meta þá útlendinga sem vilja flytja til landins. Umsækjendum yrðu gefnir punktar fyrir þætti á borð við menntun, tungumálakunnáttu og atvinnumöguleika og nái þeir tilskildum punktafjölda fá þeir atvinnu- og dvalarleyfi. "Það er ljóst að við þurfum á fleiri hæfum starfskröftum að halda til þess að geta mætt aukinni alþjóðlegri samkeppni," sagði Bendt Bendtsen, efnahags- og atvinnumálaráðherra í viðtali við Berlingske Tidende.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×