Fleiri fréttir

Ólögleg gististarfsemi

Fullyrt er að margir reki gistiþjónustu án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir.

Styggir þjófar

Brotist var inn í skóla í Vesturbænum í nótt.

Vafasamur ökumaður

Nánast allt var að sem hugsast getur hjá ökumanni sem lögreglan greip glóðvolgan í nótt.

Fá vinnu í þrjár vikur í sumar

Reykjavíkurborg hefur nú opnað fyrir skráningu grunnskólanemenda í Vinnuskóla borgarinnar. Allir nemendur sem sækja um fá vinnu í þrjár vikur í sumar, en vinnunni er skipt niður á tvö tímabil svo ekki vinna allir sömu þrjár vikurnar.

Metið hvort fársjúkur svikari þoli framsal til Ungverjalands

Ungverskur íbúi í Ólafsvík var árið 2010 dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja ungverska ríkið í viðskiptum tengdum skólphreinsun. Þarlend yfirvöld vilja fá hann framseldan en talið er að ferðalagið gæti riðið honum að fullu.

Borgarbúar af 130 þjóðernum

Í höfuðborg Íslands búa nú þrettán þúsund innflytjendur af 130 þjóðernum. Hlutfallið hefur tvöfaldast á tíu árum. Borgarstjóri fagnar því sem áskorun fyrir Reykvíkinga. Hann vill þó að hlutfallið sé jafnara milli hverfa.

Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu

Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra.

Býflugur vekja ugg í sumarbústaðahverfi

Hjónum sem ræktað hafa býflugur í bæjarlandi í sumarhúsahverfinu Sléttuhlíð í Hafnarfirði hefur verið gert að færa ræktunina inn fyrir mörk eigin sumarhúsalóðar. Nágrannarnir segjast hræddir við flugurnar og óttast ofnæmisviðbrögð.

Grasflatir verði slegnar mun oftar

Grípa þarf til aðgerða til að draga úr magni frjókorna í andrúmslofti í þéttbýli, að mati höfunda skýrslu um loftgæði. Meðal þess sem ætti að gera er að slá grasflatir áður en blóm ná að þroskast. Reykjavíkurborg hefur dregið verulega úr slætti síðustu ár og eru grös, blóm og aðrar plöntur yfirleitt farnar að spretta verulega áður en kemur að slætti.

Draga verður úr ábyrgð ríkisins

Draga þarf úr ábyrgð ríkisins á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Lagt er til að stofnaður verði heildsölubanki sem hafi með höndum það hlutverk að annast fjármögnun Íbúðalánasjóðs á markaði í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, Íbúðalánasjóð og aðra hagsmunaaðila.

Próflaus í tvö ár á Landspítala

Landspítalinn hefur komist að því að starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans hefur starfað þar í tvö ár án þess að hafa tilskilin réttindi sem hjúkrunarfræðingur. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum.

Nýtt hlutverk fundið á Níuna

Ögmundur Jónasson kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að efnt yrði til hugmyndasamkeppni um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að fangelsisstarfsemin í Hegningarhúsinu verði lögð af þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði tekur til starfa.

Næturlokun frestað um viku

Fyrirhugaðri næturlokun í Hvalfjarðargöngum hefur verið frestað um eina viku. Stefnt er á að lokað verði fyrir umferð tvær nætur í röð, aðfaranótt mánudags 22. apríl og aðfaranótt þriðjudags 23. apríl.

Afli í mars var 207.000 tonn

Heildarafli íslenskra skipa í mars nam alls 207.026 tonnum samanborið við 193.340 tonn í mars 2012, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Smábátar fá fjórfalt meira

Makrílkvótinn fyrir sumarið er 123.000 tonn, sem er 15% minna en í fyrra. Helgast sá kvóti af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Heimildir allra skipaflokka skerðast að undanskildum afla til smábáta sem fjórfaldast á milli ára.

Kyngja því ekki ef göngin verða skorin niður í haust

Tékkneski verktakinn Metrostav ásamt Suðurverki áttu lægsta boð í Norðfjarðargöng, 9,3 milljarða króna. Þetta er stærsta verk sem Vegagerðin ræðst í eftir hrun og vonast vegamálastjóri til að hægt verði að komast í gegn fyrir lok árs 2016. Gömlu Oddsskarðsgöngin þykja barn síns tíma, eru einbreið, liggja í 630 metra hæð yfir sjávarmáli og vegurinn að þeim beggja vegna þykir háskalegur, sérstaklega að vetrarlagi. Nýjum Norðfjarðargöngum, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, er ætlað að koma í staðinn en þau verða sjö og hálfur kílómetri að lengd. Þetta er langstærsta verk á vegaáætlun frá hruni og því ríkti eftirvænting í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar þegar tilboð voru opnuð.

Einn á slysadeild eftir snjóflóð

Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla, á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, nú í kvöld. Einn hefur verið fluttur á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Sá var að skíða í fjallinu en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður, að sögn varðstjóra.

Hægt að nálgast uppruna og innihald matvæla í farsímanum

Tæknin er til staðar til að gera neytendum kleift að nálgast upplýsingar um uppruna og innihald matvæla, með því að skanna strikamerki inn í snjallsíma. Forstjóri Matís vonar að appið verði aðgengilegt hinum almenna neytanda sem fyrst.

Sáralitlar breytingar á launamun kynjanna undanfarin ár

Karlmenn eru að meðaltali með ríflega 80 þúsund krónum meira í laun en konur. Þetta kemur fram í nýrri könnun Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar kemur einnig fram að kvenstjórnendur eru með um 220 þúsund krónur lægri laun en karlar í stjórnunarstöðum. Sáralitlar breytingar hafa orðið á launamun kynjanna undanfarin ár.

Íslendingur í Dúbæ: "Allir frekar hræddir"

"Þetta var mjög ógnvekjandi, þegar við urðum vör við skjálftann þá hlupum við bara beinustu leið niður,“ segir Guðrún Sif Pétursdóttir, sem býr í Dúbæ í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Bæjarstjórinn í Eyjum segir að þegar einn græði, græði allir

"Það gengur vel í Vestmannaeyjum. Meðan veiðist vel, þá gengur vel. Menn skulu hafa það hugfast að þetta verður allt til með útsvarinu. Útsvarið eru tekjur Vestmannaeyja. En, útsvarið þýðir þá líka skatttekjur til ríkisins. Þannig að, þegar einn græðir, þá græða allir,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ.

Íbúum fjölgaði um rúmlega 1000

Íbúum að Íslandi fjölgaði um 1040 á fyrsta ársfjórðungi. Á ársfjórðungnum fæddust 1040 börn en 550 einstaklingar létust. Þá fluttu 520 til landsins umfram brottflutta. Alls bjuggu 322.930 manns á Íslandi í lok áratugarins, 161.960 karlar og 160.970 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.040 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.910 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 206.650 manns.

Hljóp sitt besta maraþon rétt áður en hörmungarnar dundu yfir

"Ég var ekki á staðnum, upplifði bara mitt besta og skemmtilegasta maraþonhlaup hingað til. Þar til komið var upp á herbergi og kveikt á sjónvarpinu," segir Elísabet Margeirsdóttir, næringafræðingur og veðurfréttamaður á Stöð 2, um það hvernig hún upplifði sprengingarnar í Boston í gær. Hún er í hópi 35 Íslendinga sem tóku þátt í hlaupinu. Elísabet telur að hún hafi verið rétt komin á hótelið þegar fyrsta sprengjan sprakk.

Unglingar sátu að landasumbli

Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa afskipti af unglingapartíi í gærkvöldi en þar voru ungmenni, einkum tvær 13 til 14 ára stúlkur, að fikta við landadrykkju. Foreldrar mættu á staðinn og hefur barnaverndaryfirvöldum á Selfossi verið tilkynnt um málið. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur meira landadrykkja aukist eftir hrun og við að áfengisgjald var hækkað.

Prestastefna sett í dag

Prestastefna verður sett klukkan sex í dag með helgistund í Háteigskirkju, en þar mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytja stefnuræðu sína. Þetta er fyrsta prestastefnan sem hún kallar til eftir að hún tók við embætti um mitt síðasta ár. Prestar munu ganga hempuklæddir til kirkju. Meginefni Prestastefnu að þessu sinni er sýn kirkjunnar á prestsembættið í sögu og samtíð. Prestastefnu verður slitið með messu í Háteigskirkju klukkan tvö á fimmtudag.

Vara sjósundfólk við saurgerlum í Fossvogi

Vegna endurnýjunar á dælum í fráveitustöð í Kópavogi má búast við saurgerlamengun í Fossvogi. Sex hundruð lítrar á sekúndu renna út í sjó. Bagalegt, segir formaður í félagi sjósundfólks sem syndir á Kjalarnesi þar til mengunin gengur yfir.

Dreginn af 20 sleðahundum

Haraldur Ólafsson setti óopinbert Íslandsmet þegar hann beitti tuttugu hundum fyrir sleða sinn í blíðskaparveðri um síðustu helgi. Ekki er vitað til þess að fleiri hundar hafi áður verið settir fyrir sleða hér á landi.

Ensku skipt út fyrir íslensku

Vegna endurskipulagningar á fyrirtækjaformi Hörpunnar hefur verið gerð ný útgáfa af samningi um verkefnið milli ríkisins og Reykjavíkurborgar annars vegar og Hörpu TR ohf. hins vegar. Harpa TR er nú viðsemjandi í stað Austurhafnar TR ohf.

Íslendingarnir heilir á húfi - "Þetta er skelfing"

"Eins og staðan er núna þá held ég að það sé búið að ná í alla Íslendinga og þeir eru á heilir á húfi,“ segir Magnús Þór Jónsson, sem er einn af þrjátíu og fimm Íslendingum sem tóku þátt í maraþoninu í Boston í kvöld.

"Mikil ringulreið"

"Það eru mjög margir hérna úti á götu og mikil ringulreið,“ segir Ragna Sif Þórarinsdóttir, sem stundar nám í Boston University. Þrjár sprengjur sprungu í borginni í kvöld, tvær við marklínu maraþonsins og ein á JFK bókasafninu sem er í nágrenninu.

"Þetta er hræðilegt"

"Þetta er bara hræðilegt ástand hérna,“ segir Erla Gunnarsdóttir hlaupari sem tók þátt í Boston Maraþoninu í dag.

Falsaðir seðlar í notkun í Vestmannaeyjum

Síðdegis í gær var lögreglu tilkynnt um innbrot á veitingastaðinn Lundann í Vestmannaeyjum en innbrotsþjófarnir höfðu farið inn um glugga á annaari hæð hússins. Það eina sem stolið var voru ljósritaðir peningaseðlar sem voru hluti af listaverki inni á staðnum.

Jón Gerald kallaði til lögreglu þegar ASÍ kom í hús

Jón Gerald Sullenberger kallaði til lögreglu þegar Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í versluninni í dag. ASÍ segir að þarna hafi fáheyrður atburður átt sér stað og að Kostur verði eina verslunin sem ekki muni taka þátt í verðkönnuninni.

Útlit fyrir verulega lækkun verðbólgu

Greining Arion banka telur að engin breyting hafi orðið á neysluverðsvísitölunni frá því í mars og að tólf mánaða verðbólga muni fara úr 3,9% niður í 3,2% í apríl. Ástæðan er meðal annars rakin til verulegrar styrkingar krónunnar frá því í janúar.

Löggan í hassi

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði nær hundrað grömmum af kannabisefnum í húsleit sem gerð var í umdæminu um helgina.

Komnir í grunnbúðir Everest

Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson komu í grunnbúðir Everest síðastliðinn föstudag. Grunnbúðir Everest sunnan megin í fjallinu eru staðsettar í tæplega 5400 metra hæð yfir sjávarmáli.

Sjá næstu 50 fréttir