Komnir í grunnbúðir Everest 15. apríl 2013 09:56 Þeir Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson ætla að ganga á Everest. Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson komu í grunnbúðir Everest síðastliðinn föstudag. Grunnbúðir Everest sunnan megin í fjallinu eru staðsettar í tæplega 5400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir Ingólfur og Guðmundur flugu utan snemma morguns laugardaginn 30. mars. Flogið var í gegnum Frankfurt og Dubai og lent í Khatmandu kvöldið eftir. Strax 1. apríl hittist hópurinn í Khatmandu. Miðvikudaginn 3. apríl hófst ferðin með stuttu flugi til Lukla þar sem göngumenn öxluðu bakpokana og gengu af stað. Frá Lukla er u.þ.b. 60-70 kílómetra leið upp í grunnbúðir Everest en hæðarhækkun um 2600 metrar. Á leiðinni í grunnbúðir dregur mjög úr súrefni í andrúmsloftinu og því er ákaflega mikilvægt að fara sér hægt enda flestir leiðangursmanna að koma af svæðum sem standa við sjávarmál. Reynslan hefur því kennt mönnum að fara sér hægt og leyfa líkamanum að laga sig að súrefnisskortinum hægt og bítandi. Með því móti komast flestir hjá því að finna fyrir hæðarveiki sem oft er fylgifiskur í göngum á há fjöll. Hægt er að fylgjast með ferðinni á www.everest2013.is, en hér að neðan er ferðaskipulag Guðmundar og Ingólfs 30. mars Brottför frá Íslandi. Flogið til Frankfurt, Dubai og þaðan til Khatmandu. 31. mars Komið til höfuðborgar Nepal, Kathmandu. 1. apríl Búnaðarskoðun og hópurinn kemur saman. 2. apríl Gengið frá búnaði fyrir göngu og skoðunarferð um borgina. 3. apríl Flogið til Lukla sem er þorp í í tæplega 2900 metra hæð yfir sjávarmáli. 3.-12. apríl Gengið um fjalladali Nepals að rótum Everest í grunnbúðir sem eru í 5300 metra hæð. 13. apríl - 4. maí Hæðaraðlögun - Á þeim tíma verður farið upp í efri búðir á fjallinu með búnað og gist þar. Fyrstu búðir eru í 5900 metrum, aðrar búðir í 6400 metrum og þriðju búðir í 7300 metrum yfir sjávarmáli. 5.-12. maí Hvíld í grunnbúðum eða ennþá neðar. 13.-25. maí Áætlaður tími til að ná settu markmiði. 26.-27. maí Frágangur og undirbúningur brottfarar úr grunnbúðum. 27.-31. maí Gengið niður fjalladali Nepla til Lukla. 1. júní Flogið frá Lukla til Kathmandu. 2. júní Flogið frá Kathmandu áleiðis til Íslands í gegnum Dubai og Frankfurt. 3. júní Heimkoma til Íslands. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson komu í grunnbúðir Everest síðastliðinn föstudag. Grunnbúðir Everest sunnan megin í fjallinu eru staðsettar í tæplega 5400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir Ingólfur og Guðmundur flugu utan snemma morguns laugardaginn 30. mars. Flogið var í gegnum Frankfurt og Dubai og lent í Khatmandu kvöldið eftir. Strax 1. apríl hittist hópurinn í Khatmandu. Miðvikudaginn 3. apríl hófst ferðin með stuttu flugi til Lukla þar sem göngumenn öxluðu bakpokana og gengu af stað. Frá Lukla er u.þ.b. 60-70 kílómetra leið upp í grunnbúðir Everest en hæðarhækkun um 2600 metrar. Á leiðinni í grunnbúðir dregur mjög úr súrefni í andrúmsloftinu og því er ákaflega mikilvægt að fara sér hægt enda flestir leiðangursmanna að koma af svæðum sem standa við sjávarmál. Reynslan hefur því kennt mönnum að fara sér hægt og leyfa líkamanum að laga sig að súrefnisskortinum hægt og bítandi. Með því móti komast flestir hjá því að finna fyrir hæðarveiki sem oft er fylgifiskur í göngum á há fjöll. Hægt er að fylgjast með ferðinni á www.everest2013.is, en hér að neðan er ferðaskipulag Guðmundar og Ingólfs 30. mars Brottför frá Íslandi. Flogið til Frankfurt, Dubai og þaðan til Khatmandu. 31. mars Komið til höfuðborgar Nepal, Kathmandu. 1. apríl Búnaðarskoðun og hópurinn kemur saman. 2. apríl Gengið frá búnaði fyrir göngu og skoðunarferð um borgina. 3. apríl Flogið til Lukla sem er þorp í í tæplega 2900 metra hæð yfir sjávarmáli. 3.-12. apríl Gengið um fjalladali Nepals að rótum Everest í grunnbúðir sem eru í 5300 metra hæð. 13. apríl - 4. maí Hæðaraðlögun - Á þeim tíma verður farið upp í efri búðir á fjallinu með búnað og gist þar. Fyrstu búðir eru í 5900 metrum, aðrar búðir í 6400 metrum og þriðju búðir í 7300 metrum yfir sjávarmáli. 5.-12. maí Hvíld í grunnbúðum eða ennþá neðar. 13.-25. maí Áætlaður tími til að ná settu markmiði. 26.-27. maí Frágangur og undirbúningur brottfarar úr grunnbúðum. 27.-31. maí Gengið niður fjalladali Nepla til Lukla. 1. júní Flogið frá Lukla til Kathmandu. 2. júní Flogið frá Kathmandu áleiðis til Íslands í gegnum Dubai og Frankfurt. 3. júní Heimkoma til Íslands.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira