Innlent

Dreginn af 20 sleðahundum

Þorgils Jónsson skrifar
Haraldur Ólafsson beitti tuttugu hundum fyrir sleða sinn. Það er óopinbert Íslandsmet. Mynd/heida.is
Haraldur Ólafsson beitti tuttugu hundum fyrir sleða sinn. Það er óopinbert Íslandsmet. Mynd/heida.is
Haraldur Ólafsson setti óopinbert Íslandsmet þegar hann beitti tuttugu hundum fyrir sleða sinn í blíðskaparveðri um síðustu helgi. Ekki er vitað til þess að fleiri hundar hafi áður verið settir fyrir sleða hér á landi.

Þar voru saman komnir félagar úr IceHusky-hundaklúbbnum á Akureyri ásamt öðrum til að spreyta sig á um þriggja kílómetra langri braut.

Haraldur beitti öllum hundunum fyrir sleða sinn og fór einn hring með móður sína, Hjördísi Jónsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×