Innlent

Smábátar fá fjórfalt meira

s
s
Makrílkvótinn fyrir sumarið er 123.000 tonn, sem er 15% minna en í fyrra. Helgast sá kvóti af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Heimildir allra skipaflokka skerðast að undanskildum afla til smábáta sem fjórfaldast á milli ára.

Samkvæmt reglugerð, sem gefin var út í gær, er gert ráð fyrir að 87.303 tonnum verði ráðstafað til útgerða uppsjávarveiðiskipa, 3.200 tonnum er veitt til smábáta, 6.700 tonn koma í hlut ísfisksskipa og tæp 26.000 tonn til frystitogara. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×